Er maður vinur í raun?
Ég er með smá pælingu, málið er þannig að fyrir nokkrum mánuðum kynntist ég yndislegri stúlku sem ég varð strax heillaður af, við kynntumst og urðum strax góðir vinir. En vegna þess hvernig vinnan var þá skildust leiðir í nokkra mánuði, en alltaf vorum við í sambandi í gegnum síma. Síðan hittumst við aftur og fórum að hittast meira og meira en aldrei varð þetta að einhverju sambandi en alltaf var einhver spenna, ég tek það fram að við höfum aldrei stundað kynlíf saman en heldur eitthvað sakleysislegt ástarhjal og kúrerí. Alltaf þegar við töluðum um vináttu okkar þá sögðum við að samband kæmi ekki til greina því það myndi skemma vináttuna, ég verð að játa að maður var stundum svekktur að heyra þetta en svona er jú lífið. En síðan fór þetta að flækjast hún fór að hitta fyrrverandi elskhuga sinn sem tjaa fór ekkert sérlega vel með hana áður og ég hitti aðrar stelpur, þá fór afbrýðisemin hjá okkur báðum að skemma þetta. Það voru tár og stundum rifrildi og alltaf endaði það í að liggja saman í faðmlögum. Nú er svo komið að við ákváðum að hætta þessu kúreríi og vera meira eins og venjulegir vinir, mér líður ekki sérstaklega vel því mér finnst ég hafa misst eitthvað. En ég vill að henni líði vel og er að reyna að bíta í það súra og sætta mig við þetta. Ég tek það fram að við erum mjög nánir vinir og okkur líður vel saman, en alltaf læðist sú hugsun hjá mér.. Kannski að við sjáum seinna að við pössum saman. Er ég að gera eitthvað rangt með því að leyfa henni að njóta lífsins án þess að ég segi mitt álit á þessu og leyni þessum tilfinningum sem ég er að reyna að bæla?