Ókey, ég fór á Landsmót…eins og kannski margir aðrir…þetta var skemmtilegt Landsmót…en ef að hausinn á mér var í flækju fyrir…þá er hann í ennþá meiri flækju núna!
Þannig er að fyrir tveimur árum síðan kynntist ég strák, sem ég féll svona gjörsamlega fyrir. Ég hef verið hrifin af honum núna frá því í Júlí 2000 og þangað til í svona febrúar 2002 en þá fékk ég loksins nóg og ákvað að halda bara áfram. Hann vissi að ég var rosalega hrifin af honum en hann hafði engan áhuga á mér. Í febrúar fór ég svo að pæla í öðrum strák sem er reyndar svolítið eldri en ég, ég er 16 ára en þessi strákur er að verða tvítugur. Hinn gaurinn sem ég var svo búin að vera hrifin af í tvö ár er 18.
Jæja, nóg með það. Ég fór sem sagt að pæla í öðrum. Svo tók ég af skarið og reyndi við hann. Þetta var á einhverju balli og ég rauk á hann og bauð honum upp í dans. Þessi strákur er ekki vanur því að kvenfólk ráðist á sig og reyni við sig og þess vegna fékk ég fyrst svolítið dræm viðbrögð. En þegar hann áttaði sig tók hann vel í allt. Við dönsuðum og kysstumst, en svo sagðist hann allt í einu þurfa að fara út og ná sér í meira vín. Hann sagði mér að bíða, en ég nennti því ekkert og fór bara til vina minna. Svo leið og beið og hann kom ekkert aftur. Mér fór að gruna að hann hefði bara ekki áhuga og ég nennti sko ekki að lenda í öðru eins dæmi og því sem ég var ný losnuð úr. Svo ég fór bara, fann hann og einfaldlega spurði hann hvort hann hefði einhvern áhuga á mér. Hann gat ekkert sagt í smá stund en sagði loks að hann væri með stelpu. Ég hló bara að honum því að ég vissi að hann var ekki með neinni stelpu og hann hefur aldrei verið með neinni stelpu. Svo labbaði ég bara í burtu og var í mínus allt ballið.
Svo var það þannig að tveim vikum eftir ballið var partý heima hjá honum. Ég og systir hans erum jafn gamlar og góðar vinkonur og auk þess er ég líka góð vinkona bróður hans(sem er besti vinur hins stráksins sem ég nefndi í byrjun, þannig að þið sjáið að þetta er allt mjög tengt og ég er alveg í sama vinahóp og þessir báðir strákar sem sagan snýst um) Nú, ég fór auðvitað í partýið. Um nóttina þegar það var farið að fækka í húsinu og allir að fara að sofa kom hann upp til systur sinnar og sagði við hana að ég ætti að sofa hjá sér. Hún kom til mín og sagði mér svo hvað hann hafði sagt. Svo kallaði hann á mig og sagði mér að koma. Ég fór inn til hans og spurði hann í ganni hvar kærastan hans væri eiginlega. Hann varð vandræðalegur og sagði mér þá auðvitað að hann ætti enga kærustu og að hann hefði bara verið fullur og vitlaus þarna á ballinu. Og núna vissi hann hvað hann vildi. Ég lagðist upp í til hans, en við gerðum ekki neitt og fórum bara að sofa. Daginn eftir var svo ball og ég fór með honum heim eftir ballið og við fórum að sofa, en ekkert gerðist, og það var ekki síður mín ákvörðun en hans. Svo um nóttina varð óvart partý heima hjá honum þar sem mamma hans og pabbi voru í útlöndum og bróðir hans sem lá dauður uppi í rúmi hafði boðið öllum sem hann mætti í partý. Við reyndum nú samt að fara að sofa en allt í einu var hurðinni hrundið upp og inn kemur náunginn sem ég er búinn að vera hrifin af seinastliðin tvö ár. Hann horfði á okkur til skiptis smá stund, svo sagði hann:
Ert þú með honum og benti á mig. Ég jánkaði og svo labbaði hann bara út. Eftir þetta þá talaði ég lítið sem ekkert við þá báða og ákvað að hvíla mig aðeins á þessu öllu.
Svo kom Landsmótið, og auðvitað fórum við þangað. Ég tjaldaði með vinum mínum og auðvitað voru þeir báðir á sama tjaldstæði þar sem þeir eru í sama vinahópnum.
Mér fannst samt eins og þessi sem ég er að pæla í væri að forðast mig. Hann fór alltaf mjög snemma heim og gisti ekkert þarna nema á laugardeginum. Svo á föstudeginum fór byrjaði ég helgarfylleríið mitt með glæsibrag og ég held að ég hafi aldrei á ævi minni orðið jafn drukkin. Svo eftir ballið fórum við öll niður á tjaldstæði nema að sá sá tvítugi var farin heim. Ég og hinn gaurin vorum búin að vera mikið að tala saman allt kvöldið og þegar við komum niður á tjaldstæði vorum við ekkert síður mikið saman. Svo toppuðum við allt með að hlaupa út í á. Ekki spyrja mig afhverju við gerðum það en við gerðum það allavega. Svo fór hann inn í eitthvað tjald og sofnaði. Ég settist þarna fyrir utan og sofnaði. Svo var ég vakin upp stuttu seinna af honum. Hann spurði hvort ég ætlaði að sofa þarna og ég sagði nei, að það ætlaði ég mér ekki. Þá spurði ég hann hvort hann væri ekki þreyttur. Hann sagði jú og ég stakk upp á hvort við ættum ekki bara að fara inn í tjald að sofa. Mín ætlun var aldrei meira en sú að fara inn í tjald að sofa. Við fórum inn í tjald og lögðumst niður. Ég lagði mig svona hjá honum og ætlaði að fara að sofa, en nei nei, hann var ekkert á þeim buxunum að fara að sofa. Hann ætlaði sér að gera eitthvað annað en sofa!
Hann réðst á mig og byrjaði að kyssa mig. Ég fékk auðvitað í magann og gat ekkert annað en kysst hann á móti. þetta var strákur sem ég ég var búin að vera hrifin af í tvö ár og ennþá mjög veik fyrir honum. Hann ætlaði svo bara hreinlega að rífa mig úr fötunum en þó að ég væri blindhaugafull þá var ég samt svo skynsöm að spurja hann hvort hann væri með eitthvað(verjur á ég þá við) Hann sagði nei, og þá leitaði ég að hjá mér en ég var ekki með neitt. Ég var það full að ég ákvað að láta þetta ekkert stoppa okkur og við ætluðum að halda áfram. Svo þurfti hann allt í einu að fara að pissa, svo hann fór út. Svo leið og beið og hann kom ekkert aftur. Ég kíkti þá út og þar lá hann dauður í grasinu.
Djöfull sem ég varð reið. Ég bókstaflega grét af reiði og það sem meira var, ég hljóp niður í fjöru, náði mér í steina og grýtti hann, svo reið var ég. Það tók mig langa stund að ná að sofna og vinkona mín sat hjá mér allan tíman þar til ég sofnaði, svo illa leið mér. Og hafi mér liðið illa þá þá var það barnaleikur miðað við hvernig mér leið daginn eftir.
Hvað var ég búin að gera. Auðvitað hlaut hinn strákurinn að frétta þetta og þó að það hafi ekki gerst neitt mjög alvarlegt þá tel ég þetta nú samt alveg nógu andskoti alvarlegt. Og hvað í fjandanum var gaurinn að pæla að koma svona til mín og byrja að reyna þetta við mig. Hann vissi vel að ég var að pæla í öðrum, og það góðum vini hans, hann vissi líka hversu mikið og lengi ég hafði verið hrifin af honum. Þó að við höfum bæði verið full þá réttlætir það þetta ekki!
Svo þarf ég að taka það fram að allir atburðirnir hérna voru framdir á fylleríi.
En ef að einhver er kominn hingað, sem ég efast stórlega um því að þetta er orðið ekkert smá langt hjá mér þá spyr ég bara…Hvað á ég að gera núna? Á ég eitthvað að reyna að tala við hann eða láta sem ég muni ekki eftir þessu?
Bestu þakkir fyrir lesturinn, Kveðja frá Ruglukollunni!:)