Láttu engan segja þér hvernig þú ert, þú ræður því alveg sjálfur. Taktu eftir hvað þér finnst gott í fari annars fólks og reyndu að púsla saman ímynd sem þér líkar, komdu fram við annað fólk eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
Og í sambandi við að fólk stimpli annað fólk þá er það svo sem alveg rétt, en fólk gleymir hins vegar, svo ekki hafa áhyggjur af því. Það er svo stór meirihluti fólks sem hugsar bara um sjálft sig og því þarf maður í flestum tilvikum ekkert að hafa áhyggjur af því hvað það heldur.
Einbeittu þér svo að því að láta þér líða vel, ef þér líður vel sést það á útgeisluninni og þú verður afslappaðri í allri framkomu og fólki líkar betur við þig.
Það er frábært hjá þér að reyna að bæta þig, ég er alltaf að reyna að bæta mig og gera mig að betri persónu.
Svo eru líka til grilljón bækur um hvernig maður á að verða betri maður og allskonar svoleis…
En anyway, gangi þér vel
Knús
Ljúfa