hafið þið séð greinina á brudkaup.is þar sem mælt er með að nota vítisdóta til að tannbursta sig upp úr til þess að gera brosið fallegra og hvítara hehehhehe
hér er hún … http://www.brudkaup.is/default.asp?page_id=546&web_id=2
ef linkurinn virkar ekki .. þá er þetta greinin í heild sinni .. hehhe
Fegurð - Gerðu tennur þínar hvítari fyrir stóra daginn.
Þegar stóri dagurinn rennur upp viljum við líta sem allra best út. Falleg föt, fylgihlutir, hárgreiðsla og snyrting en hvað vantar? Við viljum jú brosa björtu brosi á okkar eigin brúðkaupsdag. Ef að þú telur tennur þínar ekki vera eins hvítar og hreinar og þær eiga að vera lestu þá þessa grein og ekki örvænta. Það eru til margar leiðir til að gera tennur okkar perlu hvítar.
Breyttu um tannkrem.
Ein auðveldasta og ódýrasta leiðin til að gera tennur þínar hvítar: Burstaðu tennurnar reglulega (daaa). En hvaða tannkrem skal nota? Í dag virðist vera sem „áhrifaríkum“ tannkremum fjölgi með degi hverjum. Hvaða tannkrem skal velja? Lítum aðeins á hvert innihaldið er í þessum túpum og hvaða aðrir möguleikar eru til staðar til að gera tennur okkar hvítar og bjartar.
Tannsteinsvarnar tannkrem (Tartar-Control)
Þessi tannkrem eru virk vörn gegn tannsteini (þetta harða og ljóta sem sest inná tennurnar). Flest öll fáum við tannstein en það er m.a. undir ensímum komið, í munni okkar, hversu mikinn tannstein við fáum. Þegar tannsteinninn hefur myndast er ekki aftur snúið því tannkremin geta ekki eytt honum heldur virkar tannkremið einungis sem forvörn. Það er góð regla að fara reglulega til tannlæknis og láta skafa tannsteininn í burtu. Dæmi um þessi tannkrem; Colgate Tartar-Control.
Vítissódi í tannkremi (Baking Soda)
Enn eitt undrið sem notað er í allt frá eplaköku yfir í slökkvitæki er vítissódi. Það fara tvennar sögur um hvort vítissódi geti aðstoða við að gera tennur okkar hvítari. Við vitum þó að sódin veldur því að við finnum fyrir mjúku kítli í munninum þegar við burstum tennurnar með honum og getur því ýtt undir að við burstum tennurnar oftar (mjög gott mál). Dæmi um þessi tannkrem; Beverly Hills og Colgate Baking Soda.
Aðstoð tannlækna
Ef hin hefðbundna burstun með tannkremi er ekki að virka nógu vel má hugleiða þá leið að fá aðstoð frá tannlækni. Hægt er að fá efni hjá tannlækni sem er öflugt við að „hreinsa” burt kaffilitaða slikju af tönnum. Þetta er einskonar kúr sem hægt er að grípa til hvenær sem við viljum skerpa litinn á náttúrulega tannlitnum okkar (það eru alls ekki allir með hvítar tennur frá náttúrulegri hendi, það er ekki hægt að gera tennur hvítari en þær voru upprunalega). Tannlæknirinn tekur mót af tönnunum (efri- og neðri gómi). Mótin eru svo fyllt með kremkenndu hreinsiefni og látið bíða á tönnunum í nokkrar klukkustundir (t.d. yfir nótt). Efnið leysir upp óeðlilegan skít og lit og skilur tennurnar eftir í sínum upprunalegum lit. Formin má svo nota aftur og aftur og hægt er að kaupa auka fyllingar af hreinsiefninu hjá tannlæknum. Stofnkostnaður á kúr sem þessum kostar á bilinu 20-25 þúsund krónu en þar er innifalið mótin af efri- og neðri gómi ásamt 4 fyllingum af hreinsiefni. Fyrir þá sem hafa viðkvæma tanngóma ættu að fara varlega í kúr sem þennan og byrja á að nota góminn oftar en styttra í einu, t.d. þrjá klukkustundir nokkra daga í senn. Ofnotkun á efninu getur valdið pirring í tannholdinu og kul í tönnum því er best að hafa vara á og ekki bíða fram á síðustu stundu heldur gefa sér góðan tíma. Ræðið við tannlækninn ykkar og fáið lausnir frá honum sem passar við ykkar tennur og tanngóm.
Það er mjög áhrifaríkt að hafa „tannlitaspjald" við höndina og sjá litinn á tönnunum fyrir kúrinn og svo sjá muninn eftir kúrinn. Oft á tíðum er hægt að bæta tannlitinn um 1-3 stig.
Brúðir: Vandið valið á varalitnum ykkar. Sumir litir draga fram gula tóninn í tönnunum á meðan aðrir litir gera þær hvítari. Rauðlitaðir varalitir draga fram hvíta litinn og það sama má segja með ljósbleika liti en brúnir og gultónaðir litir eiga það til að draga fram gula tóninn ef tennurnar eru ekki perlu hvítar fyrir.
Andlitsbrúnka getur auðveldlega látið tennurnar líta hvítari út. Það er því ágætt að notast við brúnkukrem eða fara í nokkra ljóstíma fyrir stóra daginn.
Lykilatriði er þó góð umhirða tannanna. Hægt er að komast langt með reglulegri notkun tannþráðs og góðri burstun. Og munið að allt tekur sinn tíma.
Alveg sama hvað á gengur mundu að BROSA :-) þú ert að gifta þig.