Þannig er að ég var að tala við vin minn á einum skemmtistað þar sem að hann er að vinna og eftir að ég er farin kemur strákur til hans og spyr hann um mig og að lokum lætur vinur minn hann hafa símann hjá mér.
Ég fæ sms og í því stendur…Ást við fyrstu sýn ! Ekki spurning ! góða nótt. Og það er allt…ég sendi til baka og spyr hver þetta sér…hann kynnir sig og við spjöllum í gegnum sms í nokkra daga og ákveðum síðan að hittast. Við hittumst síðan oft og loks eftir 2 vikur byrjum við saman. Hann er rosa ánægður og segist ekki hafa liðið svona síðan hann var 17 ára (var sko blindfullur þannig að hann ætti að segja sannleikann…right?) og getur varla hætt að kyssa mig og ég er rosa hamingjusöm og held að núna fari loksins að koma eitthvað ljós í líf mitt.
Ok hérna kemur vandamálið…
Hann var oft þreyttur á kvöldin eftir vinnu og æfingar og gat ekki oft verið með mér, en ég var svo ánægð að vera með honum að ég hugsaði bara um tímanna sem að ég gat verið með honum.
Hann er 7 árum eldri en ég en það skipti engu máli í sambandinu. Hann var rólegur jú…en það er ég líka. Ég vildi frekar eyða kvöldunum í að kúra með honum yfir sjónvarpinu eða eitthvað álíka í staðinn fyrir að vera einhverstaðar að drepast niðri í bæ. Þetta gekk svona í svolítin tíma. Stundum sá ég hann ekki í rúma 2 daga og ég þurfti oftast að hringja og spyrja hvort að við ættum ekki að gera eitthvað eða bara til að spjalla um daginn.
Síðan vandaðist málið. Málið er að hann á barn og barnið kom til hans eftir dvöl hjá móður sinni og nú var komið að hans tíma. Hann átti barnið mjög ungur by the way.
Núna hafði hann enn minni tíma, en ég virti það og vildi alls ekki vera frek á tíma hans. Ég sagði við sjálfa mig að hann væri ekki búin að vera með barninu sínu lengi og hann væri örugglega búin að bíða lengi eftir því. Þegar hingað er komið vorum við búin að vera saman í mánuð.
Síðan mælum við okkur mót á laugardagskveldi og hann segist bara þurfa að svæfa en síðan geti hann farið út. Ég kíki í party hjá vinum mínum á meðan og bíð…og bíð…eins og oft áður…eftir að hann hringi. En ég veit að hann hefur líklegast sofnað við að svæfa. Og ég hringi í bróður hans og hann staðfestir það en er komin út og getur því ekki vakið hann.
Ég verð svo leið, því að ég særi alltaf sjálfa mig með því að búast við rosa miklu þegar eitthvað er að fara að gerast og mér hlakkaði mjög til að hitta kærastann minn og halda utanum um hann og kyssa hann, því að við höfðum í rauninni ekki haft tíma fyrir okkur sjálf lengi. Síðan reyni ég að hringja í hann en ekki svarar og ég verð rosa leið og sár yfir að kvöldið sem að ég hlakkaði svo mikið til skyldi að engu verða. Þannig verður (útaf því að ég á greinilega ekkert eftir að geta verið með honum þetta kvöldið) að ég fæ mér einn bjór og annann…og staup og sopa hjá vini mínum og…þangað til að ég finn vel á mér. Vinir mínir fara að hafa áhyggjur af mér því að ég er ekki vön að drekka og þarf alls ekki mikið til að vera á rassgatinu!! Þannig að þeir hringja í kærastann minn eftir að hafa hringt í bróður hans og ná að lokum í hann en ég veit ekki meira en það að þegar að ég er komin inn í bíl að þá hringir hann og ég spyr fyrst hvort ég megi koma og lofa að vera ekki með háaða og ég skuli bara hitta hann utandyra og ég tala eitthvað við hann um hvað ég sé leið yfir hvað við hittumst sjaldan og svona, en hann segir að við skulum bara hittast á morgun í staðinn og ég læt þar við standa og hann segir mér bara að fara á ball með vinum mínum og skemmta mér vel. Síðan daginn eftir (ég gisti hjá vini sko) skutlar hann mér heim eftir að hafa náð í mig til vinar míns og ég segi honum frá kvöldinu áður og segi honum (til að sýna að hann getir treyst með) að einhverjir gaurar hafi verið að angra mig en ég hafi hrisst þá af mér. Síðan spyr ég hann – því að ég var alltaf svo hrædd um það – hvort að hann ætlaði nokkuð að segja mér upp…furðulegt hvað ég finn svona á mér! Og hann fer að hlæja og segir nei! Af hverju í ósköpunum!?? Og ég segi af því að ég er svo rugluð (meira svona djók en alvara sko) og hann hlær aftur og segir…nei ég held ekki og brosir. Ég spyr hvort að ”held ekki” sé slæmt og hann segir…Ha…já ”held ekki”…nei nei! Alls ekki!. Og síðan kyssir hann mig bless (lengi) og við ákveðum að hittast um kvöldið.
Síðan í vinnunni sama dag, um 8 klst. eftir þetta, fæ ég sms þar sem að hann segir að honum líki vel við mig og ég sé ágæt stelpa en hann sé ekki hamingjusamur og að hann haldi að við pössum ekki saman. Hann sé að fara til útlanda í skóla eftir sumarið (og ég er að fara sem skiptinemi í 2 mánuði í sumar sko, þannig að stuttu eftir, þegar að ég kæmi heim, færi hann út). Ég hringdi í hann og hann talaði m.a. um að ég væri rétt byrjuð að skemmta mér og hann væri komin yfir allt þannig. Og að ég þyrfti að klára mitt nám hér á landi.
Þetta kemur bara allt í einu! Hann er búin að segjast ætla að fara áður út. Hann virtist vera ánægður í sambandinu og hann talaði alltaf um að við færum saman út í framtíðinni. Mér fannst það allt of fljótt að segja það eftir aðeins 1 mánuð! En alla vega…mér líst mjög vel á hann…mig langar að vera með honum…ég held að hann hafi sagt mér upp útaf því að ég fór út að skemmta mér og að hann haldi að ég sé alltaf að skemmta mér…en í rauninni þykir mér það ekkert sérstaklega skemmtilegt að vera á fylleríum og myndi frekar vilja vera bara heima með kærastanum eða eitthvað að dunda með honum og ekki skemmir fyrir að vera með barninu hans líka. En ég hitti það aldrei. Hvað ætti ég að gera? Ég vil fá hann aftur og ekki skrifa mér að “just move on”. Mig langar að vita möguleikanna mína til að fá hann aftur og hvað ég ætti að gera…og hey eitt hérna…hann var alla vega ekki að nota mig f. kynlífið (I know that for sure)…..bara til að einhverjir komi ekki með þá athugasemd. En ég veit að ég á eftir að fá ýmis svör…ekki koma með nein niðurrífandi svör. Ég bið vinsamlegast um hjálp ykkar því að ég er alveg ráðalaus.
Með fyrirfram þökk
Gabriella
p.s veit að það eru örugglega fullt af villum í þessu bréfi en ég var að drífa mig…afsakið.
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making