Sælt veri góðir lesendur þessarar greinar.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á atferlisfræði. Mannskepnan er merkileg og flókinn. Ég hef hugsað um samskipti kynjana. Það sem mér finnst vera sorglegt er þegar fólk missir traust sitt á mannskepnunni. Persóna hefur verið særð og er hrædd við að hleypa annarri manneskju að sér útaf ótta við að vera særð aftur. Það sem fólk þarf að átta sig á er að maður er alltaf sár eftir hvert einasta samband. Hvort sem það er vinasamband eða ástarsamband. Eina leiðin til þess að samband endi ekki “illa” er ef þú deyrð og ert enn í þessu sambandi en þá endar þetta illa fyrir hina manneskjuna. Málið er bara að njóta sambandsins eins lengi og það varir. Því að ef þú hleypir fólki ekki nálægt þér áttu eftir að lifa mjög einmannalegu og leiðinlegu lífi. Eina leiðin til að passa að maður verður aldrei særður er að slíta sambönd við allt og alla og aldrei tala við manneskju aftur á þinni æfi. Þetta mun koma persónu frá því að vera særð en er þetta ekki fullhátt gjald til að borga fyrir öryggið. Ef þú tekur ekki áhættur þá átti einmitt líka eftir að lifa leiðinlegu og einmannalegu lífi. “Hver er sinn gæfusmiður” er dæmi um þetta. Hversu langt kemst fólk sem hefur ekki metnað. Heldurðu að einhver hafi t.d. orðið ríkur með að segja “Ég held að ég velji öryggið og vinn bara í þessu fyrstihúsi það sem eftir er því að hér ef ég vinnuöryggi”. Án áhættur eru enginn verðlaun. Ef þú reynir ekki við flottar stelpur muntu ólíklega byrja með einni. Ef þú þorir ekki að reyna við kvenfólk þá deyrðu einn. Maður sér oft þessi hræðilega ljótu gaura með rosalega flottum stelpum. Hvernig fóru þeir að þessu, þeir þorðu. Þeir tóku áhættuna og eru núna að nýta sér verðlaunin.
Ég vona að þetta hafi sparkað í rassinn á þessu feimnafólki og hrædda fólki þarna úti og hvatt það til þess að lifa lífinu. Ekki hugsa of mikið um hlutina, láttu þá frekar bara gerast. Það sem gerist þegar þú veltir þér upp úr hlutunum þá sérðu yfirleitt ekkert nema vondu hliðina á málinu.
Dæmi um það sem gerist þegar þú hugsar of mikið um hlutina:
“Þetta þarna er flott stelpa. Ætti ég að reyna við hana? Nei, ég hef ekki möguleika í hana. Hvað ef hún mundi segja nei. Hvað ef hún mundi gefa mér kinnhest. Hvað ef hún muni taka upp múrstein lemja mig í hausinn til að ég rotist og sker svo undan mér eistun.”
Dæmi um það sem gerist þegar þú tekur áhættuna:
“Þetta er flott stelpa” síðan reynir þessi persóna við hana og hver veit hvað gerist. Kannski verður þessi persóna einn af þessum ljótu gæjum með ógeðslega flotta kærustu.
Hvað er það versta sem getur gerst, líklega að hún neiti þér, hvað er það besta sem getur gerst???
Niðurstaðan er sú að fólk skapar sér sína eigin lífshamingju. Ef þú leggur það ekki á þig að skapa hana muntu ekki hafa hana.
Takk fyrir.
- Qauzzix