Komið sæl og blessuð.
Mig langar að byrja á því að segja að ég er eindreginn aðdáandi kvenkynsþjóðarinnar. Hvar værum við án þeirra? En það er margt sem þyrfti að laga samt hjá þeim. Hérna koma nokkrar staðreyndir um stelpur. En þær eiga ekki allar heima hjá öllum stelpum, en það er alveg pottþétt að allavega ein staðreynd á heima hjá hverri og einni.
1. Það er alveg ótrúlegt og ætti eiginlega að flokkast undir list hvað stúlkur eru duglegar að misskilja allt sem strákar segja. Og þá meina ég sko MISSKILJA. Ef við segjum svart þá skilja þær það þannig að við séum að segja hvítt.
2. Það er skuggalegt hvað sumar stúlkur þurfa að brenna sig oft á sama hlutnum áður en þær fatta að það sé vont. Ég er að horfa uppá að stelpur eru að lenda í vondum samböndum aftur og aftur og aftur og aftur. Og alltaf er það sama týpan. Ég bara bið ykkur að horfa aðeins í kringum ykkur áður en þið anið útí hlutina, oftast er einhver alveg fyrir framan ykkur en þið hunsið hann þangað til þið eruð búnar að brenna ykkur of oft.
3. Þessi punktur er eiginlega meira svona spurning. Hvað er eiginlega með þessar klósetferðir ykkar. Getið þið ekki talað saman annars staðar en á klósettinu? Ef að strákar segjast ætla að fara að pissa saman þá tapa allir andlitinu. Afhverju? Vegna þess að þetta er alveg út í “Hróa Hött”. Kommon það er hægt að tala saman annarsstaðar.
4. Sannleikurinn við sambandsslit. Jú þetta er reyndar stór punktur og á við hjá strákum jafnt og stelpum. En ég bara skil ekki afhverju fólk getur ekki verið hreinskilið þegar það er að slíta sambandi. Þið segist vera ljúga til að koma í veg fyrir að hinn aðilinn særist. Vitiði hvað? Hinn aðilinn er langoftast sár og hann er enn meira sár yfir því að vita ekki ástæðuna, því , já, hann sér yfirleitt að það sé verið að ljúga að honum.
Fjárinn ég var með miklu fleiri punkta þegar ég settist niður og byrjaði að skrifa en svo bara hvarf meiri en helmingur af þeim.
O jæja þá hætti ég að angra fólk….. í bili…. ;op