Ég lenti í þeirri leiðinlegu aðstöðu um daginn að ég hitt eina fyrrverandi og hjartað mitt er í klessu eftir það.


Þetta byrjaði allt saman þegar ég var 10 ára gamall.
Ég fékk mér sumar vinnu við það að passa ungan strák og við það kynnist ég allri fjölskydunni.Ég var mikið með frænku drengsins og var stundum að fylgjast með henni þar sem hún er þremur árum yngri en ég. Nú árin líða og þegar ég er búin að vera passa drengin í ca 2 ár þá flytja þau út og öll mín samskipti við fjölskylduna dvína. Er ég er 15 ára gamall og er að klára 10 bekkinn þá byrjar hún í skólanum hjá mér og eg var það feiminn að ég þorði ekki að yrða á hana í skólanum en er ég er að klára samræmdu prófin þá rekst ég á hana og við byrjum að spjalla og hanga saman. Er tíminn líður þá byrjum við saman og erum saman meirhlutan af sumrinu. En einn veðurdaginn segir hun mér upp og byrjar með góðum vini mínum þá og litla hjarta mitt fer i klessu. Þetta sumar fer ég til Spánar með vini mínum í þrjár vikur og það voru einu leiðinlegustu vikur af lífi minu.Það eina sem ég gat gert var að hugsa um hana og við það fór ferðin í vaskin ( svona er nú hvolpa ástin ) en er ég kem heim aftur þá er hún ennþá með honum og eg tek þá ákvörðun að vera ekki með leiðindi og vera vinur þeirra aftur og reyna að láta þetta blessast.Þegar sumarið er að klárast þá flytur hún niðrí bæ og ekkert sést til hennar aftur fyrr en um daginn. Ég var að leita af bróður minum upp á hrafnistu þar sem hann var að vinna og þá rekst ég á konuna sem ég var að passa fyrir er ég var 10 ára. Hún bíður mér í heimsókn og segir að stráknum langi að hitta mig aftur. Ég fer í heimsókn og er við erum að tala saman þá kemur hún í heimsókn til þess að skoða mig. Mig bregður alveg rosalega er ég sé hana þar sem hún er búin að breytast alveg rosalega og bara orðinn gullfalleg. Ég fer alveg í klessu og verð eins og bjáni en allt saman reddast og við spjöllum saman heillengi saman.Er ég er að fara þá bíður hún mér í útskriftar veisluna hjá sér og ég þigg það boð.
En nú vandast málið þar sem það er kona sem bíður eftir mér heima og ég veit ekki alveg hvernig ég á að tilkynna þetta fyrir henni.Á leiðinni heim er ég að reyna að finna upp einhverja almenna skýringu á þessu fyrir hana og það eina sem mér dettur í hug er það að segja henni bara sannleikann. Er ég kem heim þá segi henni allan sannleikann um það að ég sé að fara í útskriftar veislu hjá fyrrverandi kærustu minni.
Hún er ekki alveg sátt við það en reynir að leyna því og það lagast um leið og ég segi henni að þetta sé gömul æskuvinkona sem ég hafði ekki séð í 8 ár og mig langi að fara og hitta alla fjölskylduna aftur.
Þegar ég mæti í veisluna þá kemur hún og stekkur á mig og gefur mér langt knús og segir að það sé gott að fá mig og er eg retti henni gjöfina þá segir hún við mig.
Þetta þurftir þú ekki að gera ég vildi bara fá þig og kyssir mig á kininna.
Ég fer allur í klessu og brosi og roðna allur. Síðan kemur foreldra hennar og taka i hendina á mér og meirihlutinn af fjölskyldunni líka. Er ég sit þarna og spjalla við alla þá horfi ég á hana og þá kvikna smá af gömlu neistunum aftur og er ég finn það þá ákveð ég að fara að drífa mig í burtu. Ég kveð og er ég er að kveðja hana þá gefur hún mér langt og þétt knús og segist vilja hitta mig fljótt aftur,ég brosi og segi ekkert mál.
Á leiðinni heim hugsa eg ekkert um neitt nema hana og hvern djöfulin eg ætti að gera.
Í dag þá er eg ennþá í rusli og þarfnast hjálpar frá utanaðkomandi og þar komið þið við sögu.

Ég er með stelpu nuna sem ég elska mikið og hef verið með í fjögur yndisleg ár.Við eigum íbuð saman og erum hamingjusöm. Hún er falleg,góð hjörtuð og gerir allt fyrir mig.Hún virðir mig og ég virði hana.



Hin stelpan er falleg,flottur kroppur með klikkuð brjóst.Það sem ég þekki er góð og skilningsrík svolítil frekja en samt mjög skemmtileg.Virðingin er ábyggilega lítil og hjartað þekki ég lítið.


Á eg að gleyma hinni og gefa konu minni allt það sem ég hef eða á eg að gefa hinni það.
Þetta er farið að angra mig það mikið að ég er farinn að sofa illa út af þessu.
HVAÐ Á ÉG AÐ GERA!!!!!!!
KV