Mér finnst svo skrýtið… allt saman… En það sem maður hefur verið að lesa hérna í rómantíkinni eru skrif frá einvala liði samfélags okkar og mér sýnist það á flestum (ath. mér sýnist!) að það séu flestir óhamingjusamir! (Eina manneskjan sem virkar ekki óhamingjusöm eru Gizmina!) Þetta er svo skrýtið, eins og ég segi, að svo opið fólk og manneskjur sem vita hvað þær vilja, skuli vera svona óhamingjusamar… Ég meina hvað hafið þið gert til þess að verðskulda óhamingju??? Hvað hafið þið gert (kvenfólkið) til þess að verðskulda algjöra lúða, sem gera ekkert annað en að láta ykkur líða ömurlega??? I´m puzzled! Þetta er bara svo skrýtið, að í þessu velmegunarþjóðfélagi, þar sem allt er falt, að maður geti ekki öðlast hamingju, hvernig sem litið er á hlutina!!! Af hverju getur fólk ekki rifið sig upp úr óhamingjunni og lagt af stað (með nesti, góða skapið, jákvæðni og sjálfstraust) í leit að hamingjunni??? Það er á dögum sem þessu (þegar skammdegisþunglyndið fer að gera vart við sig) sem maður spyr sjálfann sig hvað er að. Vill enginn vera hamingjusamur??? Erum við endalaust að leita að einhverjum til þess að hjálpa og setjum sjálf okkur á hakann á meðan…? Fariði nú að láta ykkur líða vel… mín vegna… það tætir mann alveg upp að innan við að sjá fólk sem maður “þekkir” vera vansælt.
Just a thought
Gromit