Nú ætla ég að fá að kvarta smá :) Ég er pínulítið niðurdregin þessa dagana. Það sem er aðallega að ergja mig er að ég veit ekki hvað ég vil í sambandi við hitt kynið. Mér finnst ég ekki tilbúin til að hoppa út í djúpu laugina (svo að segja), en ég verð samt að viðurkenna að ég er orðin dáldið einmana samt. Og einhverra hluta vegna þá hálf-skammast ég mín fyrir að vera einmana og langa stundum að hafa einhvern til að halda utan um. Mér finnst það vera aumingjaskapur og ósjálfstæði. (Hah! Eins og ég geti ekki bara haldið utan um mig sjálf!!)
Hundurinn liggur grafinn í því að ég vil ekki halda utan um einhvern, ALLTAF. Ég býst við því að ég sé bara of eigingjörn á sjálfa mig núna. Ég reyndi nokkrum sinnum að deita einn eða tvo náunga og mér fannst þeir alltaf vera orðnir of frekir. Sennilega af því að þið vitið “þetta” var ekki til staðar, engir aukahjartslættir og ég varð bara pirruð ef þeir hringdu (eða whatever) oftar en einusinni á dag. Ok, ég reyndi líka að fara milliveginn, en það gekk ekki heldur. Það þarf meiri heiðarleika, mannkosti og opinn huga til þess, en sá ákveðni einstaklingur hafði til að bera. Ég er alveg orðin rugluð. Og orðin þreytt á að særa aðra og láta særa mig. Finnst ykkur að ég ætti kannski bara að láta leggja mig inná hæli fyrir fólk sem ekki vill spila eftir reglunum? Eða ganga bara í klaustur?
Ég vil taka það fram að yfirleitt er ég mjög sátt við þetta alltsaman, ég er bara eitthvað slæm í skapinu í dag. Þið vitið hvernig það er þegar maður þarf bara aðeins að losa sig við smá nöldur.
Support takk, snúllin mín! Ég þarf smá á því að halda…..
Hux, Lynx