En, undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér samböndum.
Af hverju?…
Vegna þess að seinustu mánuði er ég búin að vera að frétta af óhamingjusömum samböndum vinkvenna minna og vina.
Á aðeins einum mánuði eru tvær vinkonur mínar hættar í sambandi, eftir 3-4 ár. Tveir af vinum mínum eru AFTUR komnir í samband eftir aðeins mánaðar hlé frá fyrra sambandi (og annar þeirra á von á barni með fyrrverandi, þau voru saman í 3 mánuði), og ein önnur vinkona mín getur ekki hætt að leita að strák og byrja í sambandi.
Það eina sem ég sé í þessu öllu er bölvuð óhamingja.
Ég hef bara verið í tveimur samböndum um ævina. Í hvorugu var ég hamingjusöm. Kannski var ég of upptekin að reyna að uppfyllar óskir hins aðilans að ég gleymdi mínum eigin óskum og löngunum. Ég hætti að hugsa um sjálfa mig eins og ég átti að gera. Ég vorkenndi sjálfri mér af því ég var ekki hamingjusöm og kenndi oftar en ekki hinum aðilanum um.
Það var ekki fyrr en ég hætti að “sambandast” þegar ég fór að taka eftir sjálfri mér og vinna í mínum málum, finna sjálfa mig og læra af lífinu.
Á aðeins 2 árum er ég búin að gera svo margt, og búin að upplifa hamingjusömustu augnablikin í lífi mínu, oftar en ekki bara ein.
Líf mitt er ekkert meira sérstakt en líf neins annars. Ég er ekki með allt á hreinu, auðvitað grét ég mig stundum í svefn af því allir voru í sambandi nema ég, öfundaði vinkonur mínar af þeirra samböndum. En það var bara vegna þess að ég trúði því svo mikið að ég gæti ekki orðið hamingjusöm ein. (og ég trúði því að enginn vildi mig)
Ég er ekki að segja að maður getir ekki orðið hamingjusamur í sambandi! EN ég veit að ef maður getur ekki verið hamingjusamur þegar maður er einn, þá getur maður ekki búist við því að maður geti það með öðrum.
Ég sé þetta aftur og aftur í hegðan vina minna. Þessi þráhyggja að bíða og vonast eftir því að næsti aðili verði sá rétti, að sá aðili geti gert mann hamingjusaman. Ef sá aðili failar í því, þá er sú manneskja ekki nógu góð og þá er það bara næsti.
Stundum held ég að við leitum alltof mikið eftir því að finna þessa sterku og djúpu ástartilfinningu sem við fundum einu sinni og söknum. En ég trúi því að við munum aldrei finna nákvæmlega sömu tilfinninguna aftur. Þessi ákveðna tilfinning tilheyrir ákveðnum aðila og ég held við höfum öll einhvern í lífi okkar sem við miðum við, en getum ekki fengið.
Ég sagði einu sinni við vinkonu mína sem er rosalega hrædd við að enda ein:
“hefuru einhverntíma prufað að hætta að leita (að sambandi) og bara leyfa hlutunum að gerast?”
Það eina sem hún sagði var:
“ég prufaði það og það virkaði ekki”.
Well, maður prufar ekki að hætta að leita, annaðhvort hættir maður þessari þráhyggju eða ekki…
Ég trúi kannski svona heitt á örlög að ég hef ekki áhyggjur af því að ég hitti ekki einhvern fyrr eða síðar, en þannig líta vinir mínir ekki á það. Stundum finnst mér ég vera að tala við steinvegg.
Stundum fer ég í heimsókn til afa míns. Við erum góðir vinir og það er gott að tala við hann, hann skilur oft það sem ég er að ganga í gegnum og hlustar á það sem ég hef að segja. Oft kemur hann með áhugaverð ráð án þess að ætla sér það einu sinni, bara með því að segja mér frá ævi sinni.
Einu sinni var ég að deita strák og ég var ekki viss um hvort ég væri hrifin af honum eða ekki, svo ég sagði afa áhyggjur mínar.
það eina sem hann sagði var:
“þú veist þegar þú finnur manneskju sem þú vilt eyða ævinni með, þú efast ekkert um það”
Og ég trúi honum þar sem hann var giftur konunni sinni í rúm 65 ár. Hann fékk sér meir að segja tattoo með nafninu hennar þegar hann var í kringum áttrætt.
Þegar ég spurði hann út í rifrildi, því vinkona mín og kærastinn hennar höfðu verið að rífast, þá sagði hann við mig:
“Manneskjan sem þú verður með er besti vinur þinn. Maður stendur alltaf með besta vini sínum, jafnvel þó hann hafi rangt fyrir sér fyrir framan aðra. Seinna geturu rætt við hann um hvað þú varst ekki sammála, og ef hann er besti vinur þinn þá hlustar hann á það sem þú hefur að segja. Hans hugmyndir og sýn er jafn mikilvæg og þín sýn þó þér finnist hún röng”
Ég trúi ekki á skyndikynni, ég get ekki orðið besti vinur neins á skyndikynnum. Svo mig langar að kynnast fólki frekar og tala við það smátt og smátt, mynda tengsl í ákveðinn tíma. Leyfa hlutunum bara að gerast ef þeir gerast. Kannski náum við saman og kannski ekki.
Auðvitað er ég hrædd við suma hluti. Ég á rosalega bágt með að fara á deit. Af hverju? vegna þess það er erfitt að segja við manneskju “því miður þá held ég að þetta sé ekki að ganga” án þess að hljóma weird.
Sumir vinir mínir segja mér, “hættu bara að svara símanum” eða “finndu einhverja afsökun”, en þannig myndi ég ekki vilja láta koma fram við mig, svo ég kem hreint fram jafnvel þó ég fæ skít framan í mig fyrir að segja það. Hinn aðilinn á alltaf rétt á að vita þegar maður hefur ekki lengur áhuga. Hundleiðinlegt að bíða eftir smsi eða hringingu.
Meina, lífið er til þess að læra af því. Karma og allt það, ekki koma illa fram við aðra ef þú vilt ekki láta koma illa fram við þig. Grow some balls ;o), lífið verður aðeins meira challenging þannig, og mun betra.
Ég hef ekki verið í sambandi í 2 ár og ég get alveg sagt það að ég er á hamingjusamasta stað í lífi mínu núna.
…og það er kannski einmitt það sem gerir það að verkum að strákar vilja bjóða mér á deit hægri vinstri XD
…just sayin'..
Vatn er gott