Hey Porta, það lenda allir í þessu fyrr eða síðar. Og bottom line er það að þú verður að virða hennar ákvörðun. Sumum hlutum getum við einfaldlega ekki breytt :( Eina ráðið sem ég get gefið af eigin reynslu er: GET A LIFE. Það gerði ég og ég verð mínum fyrrverandi eilíflega þakklát fyrir það a.m.k., ég fékk tækifæri til að byrja uppá nýtt og byggja upp lífið mitt, gera breytingar, taka áhættu og LIFA!!! Nú ertu bara einfaldlega frjáls til að gera hvað sem þú vilt. Gerðu eitthvað fyrir sjálfan þig, njóttu þess að þurfa ekki að standa neinum skil eða taka tillit til neins. Það getur verið æðislegt að vera einn, þegar maður venst því. (Það getur jafnvel vanist einum OF vel LOL!) Farðu í ferðalag, einn í bíó, djamma, mála íbúðina þína, fáðu þér nýtt áhugamál, lærðu eitthvað nýtt, eignastu fleiri vini, haltu matarboð, fáðu þér gæludýr, breyttu um hárgreiðslu, fáðu þér ný föt, stunda meiri líkamsrækt bara whatEVER sem þér dettur í hug (mín upptalning hentar kanski betur fyrir stelpu). Maður hefur miklu meiri tíma fyrir sjálfan sig þegar maður þarf ekki að haga lífi sínu í takt við aðra manneskju. Það er kannski ekkert betra eða verra, en það er ÖÐRUVÍSI! Prófa nýja hluti.
Annað atriði: það er ekki til neitt ömurlegra en að halda í ást til manneskju sem ekki endurgeldur hana. Það tekur tíma að komast yfir það, en í guðanna bænum ekki eyða of miklum tíma í að spá í hvernig þú átt að fá hana til baka. Málið er að ef hún vill þig, þá kemur hún til baka. Ef þessu var ætlað að vera, þá verður það. Kannski verðurðu að horfast í augu við það að hún vilji þig bara ekki lengur, það hefur nú gerst áður hjá flestum. Og veistu hvað? Júhúú! Við lifðum það af!! :) Svo að nú er bara um að gera að brosa gegnum tárin, bretta upp ermarnar og gera EITTHVAÐ. Hvað sem er.
Luv & hugs, Lynx ;)