Tvö hjörtu sameinuðust í kreppuhöll.
Gengu upp bleik og bláfjöll.
Lestarteinarnir ferðuðust um víðan völl,
og urðu mörg öskur og köll.
Sagan er ekki enn öll,
og urðu mörg verðföll.
Jasmín finnur fyrir fiðrinu í gegnum rósótta sængurverið. Ljúft er að liggja í sínu eigin rúmi undir sæng og finna dúninn í koddanum. Lyktin að nýþvegnum fatnaði er notalegur, gerir mann sifjaðann. Hvað þá þegar maður er með himnasæng svífandi yfir sér? Því miður gat hún ekki sofið út kúrt sig aðeins lengur á staðnum þar sem hún fannst hún vera örugg. Hún druslaðist á fætur og dró frá glugganum í og sá sólina speglast í sjónum niður við Ægisíðuna. Þegar hún sneri sér við kom hún auga á sjálfa sig í speglinum.
„Hrikalega er ég rangeygð án gleraugna og með lítil og skásett augu þegar ég tek af mér gleraugun. Spegill, spegill gætir þú sagt mér hvort sé verra, að þurfa vera með þessi asnalegu rauðu barnagleraugu eða vera með skásett lítil augu? Hvað með þessa járnbrautalest í munninum mínum?“
Úrvalið af snyrtivörunum er fjölbreytt. Þurfti hún eitthvað að snyrta sig fyrir unglingavinnuna þar sem hún mun líklegast vera tína rusl? Það var ekki eins og hún væri að fá sér atvinnu í makaleit. Í svoleiðis málum er Jasmín hálf villt. Hún var ekki svo viss um að hún laðaðist að strákum þótt hún hafi einu sinni orðið hrifin að strák. Hún hafði orðið vör við það að finndist hin og þessi stelpa sexý en aldrei var nein hrifning í gangi. Hún vissi ekki hvað hún ætti að gera varðandi þessi mál svo hún ákvað halda báðum dyrum opnum.
Ekkert sexý, bara þægileg föt varð ákvörðunin. Klemma í hárið svo fagurbrúni haddurinn sveiflast ekki út um allt í golunni. Unglingavinnan var í Nauthólsvík í þetta sinn en í fyrra var hún hjá KR. Skólanum lauk fyrir nokkrum dögum og nú átti hún eitt ár eftir í grunnskóla.
Tilbúin var hún þegar hún skellti sér í drusluskóna og sveiflaði töskunni sinni á bakið. Jasmín sem bjó í íbúð í fjölmennri blokk gekk niður tröppurnar í stigaganginum og fór út í góða veðrið. Tréin teygðu sig til sólarinnar í leit að næringu en hún velti sér ekki upp úr því þar sem hún var önnum kafin við að hlusta á ipod. Hún horfði upp í skýin og söng með blíðum rómi með laginu sem fyllti eyru hennar. Fagurt var að ganga niður eftir Ægisíðunni, öll þessi nálægð við vatnið. Hún gekk framhjá öllum bekkjunum, turnhúsinu og flugvellinum og kom loks að bláa kafarahúsinu. Enginn var mættur svo hún lagðist í grasið, henti dótinu sínu frá sér og horfði upp til skýja og óskaði sér.
„Ég óska þess að draumaprins komi og bjargi mér frá eldspúandi drekanum.“ Jasmín blés óskinni sinni út í bláan sandinn. Hún sá á eftir fjögurra laufa smáranum lenda á jörðinni. Persónulega hélt hún ekki þessi litla tegund af grasi gæti uppfyllt ósk hennar. Hugmyndin hennar um óskina var að sú sem ber ósk getur einn uppfyllt hana en það má vera með hjálp annarra. Það sem smárinn gerir er að hann fær fólk til að hugsa um hvað það dreymir um í lífinu og hjálpar því að leggja það á minnið. Þannig á endanum mun óskin rætast með hjálp smárans.
Meðan Jasmín liggur í leti og lét sér dreyma um súkkulaði heyrði hún einhvern koma á hjóli. Strákurinn á hjólinu horfir á Jasmín. Hann mundi eftir henni úr unglingavinnunni í fyrra. Hann hugsar um hve auðveld hún gæti verið. Allavega var hún ein af afar fáum sem hafa sýnt honum áhuga. Vandamálið var bara hann vissi ekki hvernig hann ætti að tala við stelpur. Hann ætlaði að reyna við Jasmín, sjá hvort hún væri ekki til í það með honum.
„Hæ.“
„Na.“
„Ha, hvað þýðir na?“
„Ni, ég var bara klára orðið fyrir þig, þú gleymdir að segja na á eftir hæ. Svo þú þurfir ekki að spyrja hvað ni er þá er það endingin á ha.“
Jasmín hló. „Æi vá! Guð minn almáttugur! Þú ert alveg eins stríðinn og í fyrra.“
„Hvar?“
„Hvað meinaru?“ Jasmín skildi ekki neitt í neinu.
„Ég meina bara það að þú sagðist hafa séð guð almáttug skapara himins og jarðar og ég væri meira en til í að sjá hann ef þú vildir vera svo væn að benda mér á hann.“
Jasmín pirraðist aðeins. „Ohh, þú ert ótrúlegur!“ Jasmín naut athyglinnar frá honum.
„Hey, ég skal bæta þér það upp. Þetta sóleyjarblóm er handa þér.“ Benjamín festi blómið í hárið á Jasmín sem var eina stelpan í hópnum. Þetta augnablik snerti hjartað hennar.
Gummi hópstjóri: „Já, mér líst ekkert svo illa á það skella okkur í einn fótboltaleik í lok dagsins og hætta svo kannski snemma því þetta er fyrsti dagurinn ykkar í vinnunni og svona. Við getum unnið kannski í svona klukkutíma í dag til þess að sjá hvernig þetta er. Við höfum alveg allan daginn til fjögur og klukkan er ekki nema rétt rúmlega tíu. Ég ætla alla vega að byrja á því að sýna ykkur húsið hérna sem við munum vera í. Þetta fína bláa kafarahús hérna. Ég fékk að kíkja á það í gær og þetta er bara glæsi hús. Klósett, eldhús, tvö borðstofuborð og sex sófar. Viljiði koma kíkja á þetta?“
„Jájá,“ sögðu þau öll í kór. Þau stóðu upp og tóku upp dótið sitt og lögðu það á borðin í stofunni.
„Já það segirðu satt. Þetta er bara prýðis húsnæði.“
„Já, það verður bara fjör hérna. Við getum alveg haldið hér böll. Hér eru græjur.“ Benjamín fór og athugaði græjurnar og stillti á einhverja stöðina.
„Við getum stillt þetta alveg í botn á eftir þegar við tökum okkur pásu. Við getum alveg skoðað svæðið fyrst. Komið þið bara út núna. Það er gott veður.“ Gummi læsir hurðinni á eftir þeim. Vinnukassinn var fyrir aftan skúrinn. Í kassanum voru öll verkfærin geymd. Hrífur, fötur, skóflur og meira að segja sláttuvél. „Takið ykkur öll eitt eða tvö verkfæri.“
„Ég hélt við ætluðum að skoða staðinn fyrst.“
„Já, en hver veit nema við þurfum á verkfærunum að halda. Kannski sjáum við svo mikið að arfa á leiðinni að við bara verðum að taka hann.“ Benjamín tekur hjólböruna. „Jasmín, sestu í hjólböruna. Ég skal keyra þig.“
Jasmín sast í hjálböruna en þorði ekki að segja neitt nema takk.
„Heyrðu, þarna fer lítil prinsessa á ferð í hestvagni.“ Satt var það, hún var eins og prinsessa. Að minnsta kosti leið henni eins og prinsessu.
„Sjáiði allan þennan mosa á milli hellanna. Hérna geta einhverjir tveir byrjað að vinna.“
„Jasmín, vilt þú taka þetta með mér?“ Rödd hans fyllti hana gæsahúð. Hún svaraði játandi. Allur hópurinn hélt áfram og skildi þau eftir. Jasmín hugsaði með sér þetta hlaut vera merki um áhuga. En af hverju skyldi hann hafa nokkurn áhuga. Hún var bara í brúnum buxum og rauðum kvennahlaupsbol.
„Ég skal taka þessa hlið og þú getur tekið þessa hlið og svo getum við klárað miðjuna saman.“ Jasmín heyrði ekki hvað hann sagði nema síðast orðið „saman.“ Hún svaraði bara játandi og byrjaði að reyna ná upp mosanum með fingrunum. „Þú getur fengið þessa hrífu til að ná mosanum upp. Það er mikið auðveldara.“
„Takk.“
„Ekkert mál. Hey, komstu gangandi alla leið í Nauthólsvík?“
„Já.“
„Vá! Þú dugleg. Áttu ekki hjól?“
„Jú.“
„Því komstu ekki á hjóli þá?“
Jasmín ákvað að segja að hún kunni ekki að hjóla þó að hún vissi afar vel að hún kunni alveg að hjóla. Hún vonaðist til þess að hann myndi bjóðast til að kenna henni að hjóla. „Í alvörunni kanntu ekki að hjóla? Allir verð kunna hjóla, hey, viltu að ég kenni þér að hjóla?“ Jasmín fannst hún vera afar snjöll á þessu augnabliki en hann hlyti að halda að hún væri eitthvað skrýtin að kunna ekki að hjóla. Jasmín þáði boðið. Benjamín hélt áfram að tala. Hann vildi kynnast henni betur. Hann komst að ýmsu. Hann hugsaði út í það hvort að hún hefði einhvern áhuga á honum en honum fannst það ólíklegt. Hann var ekkert svo feimin í nærveru hennar en afar feiminn þegar fleira fólk var í kring. Bæði voru þau að velta miklu fyrir sér þegar þau voru trufluð.
„Eruð þið ekki búin að vera vinna?“
„Jújú, við erum búin að vera á fullu.“
„Flott, heyrðu það er kominn kaffitími, klukkan er tíu. Það er verið að opna húsið. Þið megið fara inn og hvíla ykkur og borða nesti.“ Þau fóru öll inn og opna töskurnar sínar og draga fram nestið sitt. Jasmín hafði sett afgang af mat síðan í gær, spaghettí. Hún tekur upp gaffal og snýr spagettíinu upp á hann á skeiðinni sem hún er með í hinni hendinni.
„Þú ert bara með mat með þér, Jasmín.“
„Já, þetta er uppáhalds maturinn minn.“
„Hvernig borðar þú eiginlega spaghettí?“
„Venjulega held ég.“
„Nei, þú ert að borða það með skeið og gaffli. Ég hélt að Íslendingar borðuðu með hníf og gaffli?“
„Hvernig á ég í ósköpunum að borða spaghettí með hníf og gaffli?“
„Bara eins og þegar þú borðar kjöt. Sjáðu! Ég skal sýna þér.“
Benjamín tók hníf úr skúffunni í eldhúsinu og skar í sundur spaghettíið. „Sjáðu, nú geturu skóflað þessu í þig með gafflinum.“ Hann tók gaffalinn og mataði hana spaghettí. „Bíddu aðeins meðan ég næ í eldhúspappír. Sjáðu, þú getur notað pappírinn fyrir smekk svo það sullist ekkert í fína bolinn þinn.“ Benjamín kláraði að mata Jasmín. Henni fannst þetta á einhvern skringilegan hátt frekar rómantískt.
„Takk fyrir mig. Ætlar þú ekkert að borða neitt?“
„Nei, ég er góður. Ég held ég vilji bara setjast í sófann. Kemuru með?“
„Já.“ Allir voru búnir að taka sér einn sófa á mann. Benjamín og Jasmín sátu í sófanum.
„Ef þú ert þreytt þá máttu halla þér á mig.“
Jasmín lagðist hugsaði um það sem var að gerast og var nú viss um að það væri eitthvað á milli þeirra. Jasmín sofnaði í fanginu á honum og byrjaði að dreyma. Benjamín fylgdist með henni sofa vært í fangi sér. Hann tók gleraugun hennar og lagði þau varlega á borðstofuborðið. Strauk á henni andlitið og virti hana fyrir sér. Hún fann hann kyssa sig meðan hún svaf. Hún vaknaði samstundis. Hún vildi ekki segja neitt, eða ekki strax að minnsta kosti.
Gummi hópstjóri var að kalla þau út. Benjamín rétti henni höndina svo hún gæti reist sig upp úr sófanum. Hún hugsaði með sér hvað hann væri mikill herramaður. Þau föðmuðust. Hvorugt vildu sleppa. Í þetta sinn voru þau bæði viss á merkjunum. Nú þorði Jasmín í fyrsta sinn að segja eitthvað því núna var hún viss um að þau væru hrifin. Benjamín velti því fyrir sér hvort hún hafi fundið fyrir kossinum en hann ákvað að svo var ekki því hún minntist ekki á það.
Jasmín velti því fyrir sér hvers vegna þessi strákur var svona yndislega blíður. Því var hann svona fullkomlega rómantískur og góður strákur. Þegar hann var úti með krökkunum var hann svo umburðarlyndur og passaði að enginn yrði útundan. Henni fannst það bara ekki passa að hún gæti nælt í svona draumaprins. Jasmín skynjaði að eitthvað hafi átt sér stað í æsku sem hafi mótað Benjamín. Var hann að reyna bæta upp fyrir eitthvað? Jasmín hugsaði með sér að hún þyrfti að komast að því hvað það væri.
„Hvað fannst þér skemmtilegast í dag?“ Jasmín dauðlangaði til að segja það sem var satt. Skemmtilegast fannst henni að hafa verið með honum en hún þorði ekki að segja neitt.
„Ég veit ekki.“
„Það sem mér fannst skemmtilegast í dag var að vera með þér.“ Jasmín leit niður á fætur sínar. Hún var svo feimin að hún þorði ekki að líta upp aftur.
„Sömuleiðis. Mér fannst líka skemmtilegt þegar þú kysstir mig.“ Benjamín varð mjög vandræðalegur.
„Fyrirgefðu. Ég hélt bara að þú þyrftir á kossi að halda því þú værir með epli fast í hálsinum.“
„Já einmitt og að norn hafi lagt á mig þau álög sem ég gæti ekki losnað úr nema prins kyssi mig á munninn.“
Þau bæði fundu fyrir því hve auðvelt þau átt með að tala og hlægja saman. Kannski myndu þau verða fullkomið par?
Ég man vel eftir þessum degi. Augun mín voru ekki starandi á herðar hennar. Ég horfði beint á brjóstin þegar þau skoppuðu er hún hljóp á eftir boltanum. Krafturinn í henni í fótboltanum fylltu brjóstin af hreyfingu sem ég gat ekki staðist. Ég hélt bara áfram að stara. Ætti ég fylgja hjartanu segja henni hvernig mér líður? Þó er hún afar dularfull. Næstum svo dularfull að ég hræðist hana en samt laðast ég að henni án þess að vita af hverju. Hún er tilfinningarík en varkár í samskiptum sem dregur mig nær henni. Aðlaðandi sjálfstjáning og fastheldin á tilfinningar. Ég held hún haft hafi sálfræðihæfileika eða kannski er hún norn. Hún vill allt eða ekkert í ást.“ Ég hafði heyrt einhvers staðar að hún stundaði galdra en ég bara hló. Ég trúði því ekki upp á svona venjulega stelpu. Ég virti Jasmín fyrir mér og tjékkaði hana út. Hún var rosalega flott og þessi fótboltaleikur var alveg geðveikt skemmtilegur. Baráttan í leiknum var ótrúleg. Hún réðst á alla strákana og við rústuðum þessum leik. Við fengum að fara fyrr heim úr vinnunni því þetta var fyrsti dagurinn. Á leiðinni heim kenndi ég Jasmín að hjóla þótt það væri grenjandi rigning. Ég var svo stoltur af henni og knúsaði hana fast þegar hún loksins náði að stjórna hjólinum sjálf. Þarna úti í rigningunni á Ægisíðunni var okkar fyrsti koss.
ATH! Þessi saga er byggð á sönnum atburðum. Það var nákvæmlega svona sem það gerðist. Við kynntumst þegar við vorum fjórtán ára og nú eru liðin þrjú ár. Það er ekkert svo langt síðan við trúlofuðum okkur á sama stað og við kynntumst og við ætlum svo að giftast í Nauthólsvík.