Ég komst að því að ég var aðeins hálf, og kunni ekki að standa á eigin fótum. Það er öryggi sem fylgir því að vita að maður þurfi ekki að gera allt einn. En sumt verður maður að gera sjálfur og upp á eigin spítur og sumu verður maður að bera ábyrgð á sjálfur. Það er ekki hægt að búast við því að önnur manneskja beri ábyrgð á því sem þú velur, ákveður eða ætlar þér.
Ég var einu sinni heil, týndi ég bara sjálfri mér? Er það málið?
Ég hlýt að hafa skilið þennan helming bara eftir einhversstaðar, hann er í óskilamunum á einhverri stofnum. Ætli hann sé reiður út í mig fyrir að hafa ekki komið og sótt sig fyrr? Svo þegar við sameinumst loksins aftur verður þá auðveld að endurnýja kynnin eða fer hann bara í fýlu og vill vera í friði? Hvað eigum við nýfundni helmingurinn minn að gera ?
Fyrir það fyrsta ætla ég ekki að taka við neinum öðrum helming en mínum eigin. Og það næsta er að kynnast honum náið því að ég þarf að sitja uppi með mig það sem eftir er af ævinni minni. Enginn annar neyðist til þess. Það þriðja væri að taka mig í sátt, því að ég vil ekki búa hálf og hálf að eilífu.
Have a nice day