Ég vil ekki predika að fólk eigi að halda sér saman sama hversu óspennandi það virðist, það er ekki ætlunin. Öllu heldur viðra skoðun mína á því að mörg sambönd virðast taka jafnlangan tíma til að staðna og lokst slitna, að meðaltali. Og ætli það sé tengt því að fiðrildin hafi látið sig hverfa fyrir sterkari tilfinningum, þyngri tilfinningum en spennu og ástríðu, eins og ást og umhyggju. Þessar þungu tilfinningar eru sumum of mikil þyngsli, gæti það verið kallað að forðast skuldbindingar. Að alvaran um að festa sig einni annarri manneskju til langs tíma sé óhugsandi eða ógnvekjandi. Að áfallið við að tapa spennunni fá fólk til þess hætta saman.
Eru það samt ekki erfiðu stundirnar sem skilgreina sambandið? Hvernig náðist að ráða fram úr rifrildum og misskilningi. Frekar heldur en æðislegu gleðiaugnablikin sem virðast eins og verðlaun fyrir að hafa náð í gegnum flækjurnar? Eða kannski eru það öll hin augnablikin sem maður man ekki eftir því þau renna saman í eitt, vakna á morgnana, sitja í sófanum og haldast í hendur?
Have a nice day