Ég les greinar hér mjög sjaldan, er nánast hættur að koma á huga vegna þess að mér finnst staðurinn orðinn fullur af einhverjum krökkum sem vita ekkert um lífið.
Annars langar mér að segja ykkur litla sögu af sjálfum mér, eflaust hafa margir lennt í þessu… þ.e.a.s. hérna á íslandi þar sem að mikið af fólki notar vín sem einhjverja afsökun fyrir allskonar hluti sem það ætti ekki að gera í neinu samfélagi.
Allavega, í kringum byrjun október síðast liðins, þá komst ég að því að kærastan mín svaf hjá fyrrverandi besta vini mínum. Þetta er náungi sem ég horfi ekki einu sinni á ef til þess kemur að ég er í sama svæði og hann. Hún var á túr þetta eina skipti sem þetta gerðist, þannig að það var ekkert “penetration” og meira vill ég ekki vita. Hún var ekki drukkin, þau leigðu sér spólu og horfðu á hana heima hjá honum(eða foleldrum hans, þar sem að hann býr ennþá). Við ákváðum að hætta að búa saman í einhvern tíma, vegna þess að meðan við bjuggum saman komum við okkur í mikil peninga vandamál, og vildum koma okkur útúr þeim. Sem að enginn möguleiki var á meðan að við værum með sameiginleg fjármál. Á þessum tíma vorum við búin að vera saman í 5 ár.
Málið í dag er þannig að ég byrjaði með henni aftur, 2 mánuðum seinna… hvers vegna veit ég ekki… eftir 5 ára samband er frekar erfitt að hætta að elska persónuna sem að maður er búinn að vera með hvern einasta dag þann tíma. Útaf þessu máli þurfti ég að fara til sálfræðings, ég gat ekki sofið… fékk hvíða köst… hugsaði látlaust um sjálfsmorð… mér leið mjög illa, og fór að líða vel síðan. Var farinn að reyna við annað kvennfólk, sem að gekk ekkert. Held að flestar konur sjái alveg hvernig mér líður þegar að þær sjá mig, ólst upp í kringum konur. Þannig að ég get ekki falið tilfinningar mínar frá þeim… þannig að átti engan séns á að reyna við þær. Mér fannst ég vera vonlaus, og svo birtist hún aftur… fór að biðja mig um að byrja með sér aftur… og það var að drepa hana hversu sjálfstæður ég var orðinn.
Og svo akkurat núna, á meðan ég var að skrifa þetta, þá hringir hún. Hún býr úti á landi, og ég í reykjavík. Mér er farið að líða illa í sambandinu, ég veit ekki hvort ég geti nokkurn tíman treyst henni aftur. Og það er að drepa mig. Ég reyni eins og ég get að vera góður við það kvennfólk sem er í kringum mig. Á mismunandi vegu, þ.e. ég hegða mér allt öðruvísi í kringum móður mínar og frænkur, heldur en kvennfólk á mínum aldri. Ekki það að ég sé að reyna við allt sem hreyfist. Ég er 23 ára gamall, og hún er mín fyrsta og mín eina… þannig að ég kem með mína sögu til ykkar. Getið þið gefið mér einhver ráð… ég tek eðlilega eingu sem skipun, þið hlustið á mig, ég hlusta á ykkur. En við ráðum því öll hversu mikið af þessum upplýsingum við viljum nota.
Og til að láta ykkur vita, þá í þessu samtali hjá mér við hana áðan, þá fórum við að tala um að hætta saman aftur. Hún vill vera þarna áfram, og svona fjarlægðar samband er mjög erfitt, sérstaklega eftir það sem hefur gerst áður. Þannig að heilinn á mér er á fullu að reyna að koma upp með hvað ég á að gera….