Ég var bara að velta fyrir mér hvort að þetta væri einkennandi að í upphafi sambands þá er allt svo rómantískt og spennandi en þegar það fer að líða á sambandið þá hættir kærastinn skyndilega að gera alla þessa hluti sem hann gerði áður.
Er það bara vegna þess að hann veit að hann sé búinn að vinna hjartað manns og finnst engin þörf á því lengur að stjana við mann og gera alla litlu sætu hlutina sem hann gerði fyrir mann eða einfaldega að hann nennir því ekki lengur?
Ég hef verið með nokkrum strákum og hef stundum séð þetta gerast…að maður sé bara sjálfsagður hlutur eða eitthvað. Endilega segið mér ykkar álit…Bæði strákar og stelpur!
I´m crazy in the coconut!!! (",)