fullkomið deit en hvað svo ?
sælt veri fólkið , ég fór á date um daginn með stelpu sem ég var búinn að vera að tala við á netinu í smá tíma , hana langaði að djamma og hún vildi að vinkona sín fengi að fljóta með sem var ekkert vandamál , ég tók bara vin minn með , allavega við fórum á þetta líka rosalega skemmtilega djamm og við höguðum okkur eins og allra bestu herramann , áður en kvöldið var búið þá gaf ég henni blóm og allir voru ánægðir , ég borgaði fyri þær vinkonurnar í leigubíl sem þurfti að fara í eitt nágrannabæjarfélag rvk og að lokum kyssti ég hana á handabakið og þakkaði henni fyrir rosalega gott kvöld . dagur leið og svo nánast annar og ég var búinn að reyna að ná í stúlkuna þegar hún lox svar mér , eftir smá spjall um hvað henni hafði fundist æðislega gaman og hvað henni þætti égg vera frábær þá sagði hún mér að ég væri sennilega of gamall fyrir hana ( hún rétt undir 20 og ég rétt um 25 ) en svo fór tóninn í henni að breitast í eigum við ekki bara að vera vinir en samt hljómaði hún eins og hún vissi alls ekki hvað hún vildi , ég bað hana um að loka ekki á möguleikann á sambandi en hvernig sem færi þá væri ég tilbúinn að vera vinur hennar , taka tíma í að kynnast henni og bara sjá hvað gerist , kvöldið fór svo í sms sendigar og e-mail okkar á milli , mitt vandamál er að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera , ég er loxins búinn að finna stúlku sem ég gæti fallið fyrir og ég hreinlega veit ekki hvað næsta skref hjá mér á að vera .