ég fékk alveg æðislega bók í jólagjöf sem heitir Ástin og vináttan skakmæli tilvitnanir.
hér koma nokkrar einstaklega sniðugar tilvitnanir:
Háu hælarnir voru uppfinning konu sem var kysst á ennið.
Hamingjan er eins og koss. Maður verður að njóta hennar með öðrum.
-O. Santaro
Í lífi karlmannsins er ástin kapítuli, í lífi konunnar er hún öll sagan.
-Elizabeth Bonaparte
Karl og kona voru sköpuð til að bæta hvort annað upp, ekki til að vera eins.
Konan er sterkust þegar hún talar með þögninni.
Konulausum manni líður eins og húfulausum manni um hávetur.
-Rússneskt
Konur hafa undursamlegt innsæi. Þær skynja allt nema það sem liggur í augum uppi.
-O. Wilde
Konur og súpur eiga það sameinginlegt að ekki má láta þær bíða, þá kólna þær.
Maður án konu er vasi án blóma.
-Portúgalskt
Mér líkar vel við menn sem haga sér eins og menn: eru sterkir og barnalegir.
-Francoise Sagan
Sterkasta vatnsafl í heimi er konutár.
Sé konan þín lágvaxin skaltu beygja þig til þess að hlusta á ráð hennar.
Veldu þér frekar konu með eyrunum en augunum.
-Rússneskt
Ástin er hunangið í blómi lífsins.
-V. Hugo
Ástin getur jafnvel fengið asna til að dansa.
Jæja ég held að þetta sé nóg í bili… :)
kveðja kvkhamlet