Fyrir rúmum tveim árum síðan kynntist ég, yndislegri stelpu. Við áttum sama áhugamál og hittumst því oft. Okkar fyrstu kynni voru í janúar fyrir tveim árum, og strax urðum við bestu vinir, við gátum talað saman um allt og ekkert, höfðum og höfum sömu skoðanir og smekk á flestum hlutum.
En vandamálið þá var að hún var með strák og ég var með stelpu.
Áfram héldum við að hittast og líkaði okkur betur við hvort annað í hvert skipti sem við hittumst. Rúmlega átta mánuðum síðar frá því við hittumst, kysstumst við fyrst og eftir það varð ekki aftur snúið, vinskapur okkar þróaðist út í líkamlegra samband og stóð það í tvö mánuði.
Við vorum bæði í sambandi á þessum tíma og vorum með nagandi samviskubit, hættum því að tveim mánuðum liðnum.
Ég hætti með minni fyrir ári síðan og aftur varð okkar samband ennþá alvarlegra, hún var ennþá með sínum manni, átti erfiðaðra að slíta sig frá honum, en ég frá minnni, hann var mjög háður henni auk þess sem hann átti barn sem var mjög hænd að henni og hún að barninu.
Í april á seinasta ári vissum við bæði að þetta gæti ekki gengið, hún með sínum gaur, óhamingjusöm en ekki með kjark til að hætta með honum. Samband okkar fjaraði einhvern veginn út, Vika leið án þess við heyrðum í hvor öðru og það hafði ekki gerst í eitt og hálf ár.
Þannig var það í um það bil þrjá mánuði, virkilega erfiðir þrír mánuðir, aldrei drukkið jafn mikið og síðasta vor. Og í nokkrum af þessum fylleríum endaði maður með einhverjum stelpum.
Mín vissi alveg af því, ég sagði frá, kannski til að reyna fá einhver viðbrögð, en held ég hafi bara sært hana, hvað annað ætti maður svo sem að gera, var sjálfur búinn að vera í sambandi í nokkur ár, hætti því, hún ekki tilbúin að hætta sínu, var frekar súr.
Seinnipart júní fórum við að vinna saman á ferðamannastað út á landi, ferðamennska er jú okkar áhugamál, og var það kannski ekki alveg tilviljun að fórum að vera saman allan sólarhringinn flesta daga vikunnar, þessar vikur í sumar voru alveg súper, við rifumst aldrei þurftum ekki ráðfæra okkur við hvort annað við hugsuðum alveg eins, á kvöldin laumuðust við inn til hvors annars og hefði ekki verið hægt að slíta okkur í sundur með nokkru einasta móti.
Allir vinnufélagar okkar vissu hvað væri í gangi á milli okkar en við reyndum að fela eins mikið og við mögulega gátum, stóðum okkur ekki mjög vel í því.
Alltaf var samt samviskubit að naga hana, hún átti tvö líf í sumar, mig fyrir norðan, kallinn sínn og barn í bænum, oftast þegar komið var að fríi, kveið henni fyrir að hitta sinn, ég reyndi að vera sáttur við þetta, ég vissi allavegna af henni á ákveðnum og öruggum stað, og reyndi að ýta frá mér hugsunum um þau tvö saman, en mjög erfitt var það.
Svona gekk þetta fram í lok ágúst, þá bauð kallinn henni til útlanda í mánuð (þetta var svo sem ekkert svo slæmur kall) honum var farið að gruna eitthvað, og bannaði henni að taka símann sinn með.
Ég heyrði ekki neitt frá henni í mánuð.
Ég vissi ekki nákvæmlega hvenær hún myndi koma aftur, fékk aldrei frá henni email, hún hringdi aldrei úr sjálfsala, en hún skrifaði mér innilegt bréf úti sem hún sendi aldrei, heldur hafði hjá sér og gaf mér svo þegar hún kom aftur.
Einn ósköp venjulegan dag í október, stóð hún fyrir framan mig í vinnuni, ég var niðursokkinn í verkefni og tók ekki eftir henni koma inn fyrr en hún stóð upp við mig. Sem betur fer hef ég sterkt hjarta, því annars væri ég dáinn núna, það tók svo stóran kipp. Og aldrei hef ég séð eins fallega konu og þá sem stóð fyrir framan þennan dag í október.
Við hittumst nokkrum dögum seinna, en óneitanlega var talsverð spenna á milli okkar, ekki samt slæm spenna.
Hún sagði að henni hefði leiðst svo mikið úti, hún hefði áttað sig á því að hún að gaurinn ættu engan veginn saman. Það sem hún sá og fannst flott og frábært fannst honum ljótt, og öfugt.
Hún sagðist hafa hafa hugsað um mig í hvert einasta skipti sem hún sá eitthvað merkilegt og vissi að mér myndi þykja það merkilegt líka.
Svo lét hún mig hafa bréfið sem hún skrifaði, og á því augnabliki fyrirgaf ég henni á sekúndubroti að hafa ekki haft samband við mig allan þennan tíma.
Kærasti hennar fann bréfið og las það þegar þau voru að taka upp úr töskunum. Stuttu síðar hættu þau saman.
Ég bjóst nú ekkert við, happily ever after, hjá okkur þegar allt var búið á milli þeirra, þetta tók mjög á hana, og gerir enn, við erum góðir vinir, tölumst við á hverjum degi, en höfum ekkert verið saman, þ.e. kynferðislega, ég reyni að taka tillit til þess að hún er nýhætt í fimm ára sambandi og pressa ekkert á hana. En það er erfiðra með hverjum deginum sem líður
Ég hef spurt hana hvort ég sé búinn að glata henni, en hún hefur svarað mjög loðið. Ég veit að henni stendur ekki á sama um mig og hverja ég hitti, mér stendur allavegna ekki á sama hverja hún hittir.
Veit samt að hún fer ekki að hitta aðra stráka.
Ég ákvað fyrir nokkru að þetta væri of erfitt, ákvað að flýja, fara út, hef tengsl í Þýskalandi og ætla þangað í apríl, búinn að fá loforð um vinnu.
Sagði henni frá þessu áðan, hún sýndi fyrst engin svipbrigði. Sagði svo þegar við fórum að tala saman, að hún hefði vonað að við gætum ferðast saman í sumar, hún væri með svo marga staði í huganum sem henni langaði sjá með mér, en bætti svo við strax á eftir, ég fæ þá bara einhvern annan með mér.
það voru samt mikil vonbrigði í svipnum á henni.
er eiginlega alveg á mörkunum að hætta við að fara, en ætla ekki að segja henni, best að sjá hvað gerist í mars.
Oft sem ég hef hugsað, hvað ef hún og ég hefðum ekki verið með neinum þegar við hittumst? Ætli við værum saman núna og alveg útúr hamingjusöm, ætli við hefðum fengið leið hvort á öðru strax? Þetta er svona, það sem þú getur ekki fengið er alltaf mest spennandi. Og þegar eða ef. Finnst samt að það sé meira spurning hvenær heldur en hvort. Að við verðum búinn að fá hvort annað, ætli við fáum leið hvort á öðru strax.
Að öllu óbreyttu er ég staðráðinn í að fara út og breyta um umhverfi, ég þoli ekki óbreytt ástand öllu lengur, hún verður þá bara að bíta í það súra epli. Ég er búinn að halda út sem varahjólið, og nú er sprungið hjá henni en hún getur ekki sett varahjólið undir.
So be it.
…….