Mig langar bara fá smá innskot á hvað fólki finnst um þetta.
Mér hefur alltaf fundist það ótrúlega fallegt þegar ég sé stelpu sem er nákvæmlega ekki neitt nema hún sjálf, alveg varnarlaus, ekki að sýna neitt nema sjálfa sig. Ef þið eruð að pæla hvað ég á við þá vitið þið það ef t.d. vinkona/vinur(fyrir kvenfólkið) ykkar hefur komið heimtil þín nýkomin af djamminu eða álíka og það er búin að vera hellidemba og hún er rennandi blaut og vanntar gistingu. Hvort sem hún sefur á sófanum eða í rúminu með þér þá er fátt eins falleg og að sjá stelpunu bara liggja þar(sofa) , gæti sennilega eitt fleiri fleiri klukkustundum bara í að horfa á hana.
Ef þið eruð ennþá hálfvillt um hvað ég er að tala um þá er t.d. líka þegar þú ert með kærustunni þinni(í mínu tilviki talvan mín eins og er :) ) og þið farið í útileigu eða einhversstaðar þar sem þið eruð nákvæmlega háð ekki neina á tímabili og akkurat þegar það er ekkert í lagi en heldur ekki í ólagi þá er sú stund mjög svipuð.
Svona hluti tel ég sem náttúrulega fegurð og ég held að margar stelpur geri sér ekki grein fyrir því hvað þær geta litið ótrúlega vel út einmitt þegar það er ekki neitt við hana nema hún sjálf.
Þessi dæmi eru líka mjög tengt rómantík , vegna þess að þegar 2 manneskjur eru ekki með neitt annað að bjóða heldur en sjálft sig og engar truflanir eða neitt þá sér maður manneskjuna í heild sinni og þá getur maður ekki sagt neitt og bara dáist að þessu.
Sjálfum mér finnst mér mesta rómantíkin ekki skapast þegar við erum í kringum hluti sem við þekkjum og treystum á vegna þess að ef það þarf kertaljós og góðan kvöldverð til að reyna hafa rómantísk kvöld þá má vel vera að það sé rómantískt, en ég myndi aldrei telja það sem hreina rómantík eða rómantík í sinni heild miðað við hversu mikið maður getur fengið fyrir ekki neitt.
Jæja er ég klikkaður ? hvað finnst ykkur ?