Ég hef rekið mig ansi harkalega á það núna upp á síðkastið að þegar maður er búin að vera of lengi í sama vinahópnum, þá virðist vera eins og maður gleymi hvernig á að kynnast fólki.
Ég meina, halló, ég er 19 ára og langar að kynnast hinum og þessum, fólki sem ég hef vitað hvað heitir í allavega 3 ár og það vitað hver ég er, en einhvernveginn virðist það bara vera meira en að segja það.
Sko þetta er slæmt ef það er stelpa sem manni langar að kynnast, en það er peace of cake miðað við hvað ég þori ekki að kynnast strákum…ég tala nú ekki um ef maður er kannski að reyna að kynnast honum með meira en vináttu í huga.
Hverju mælið þið með? Hvað á maður að gera til að kynnast fólki?
Og hvað á maður að gera til að kynnast fólki sem er algjörlega andstæðan við mann sjálfan (það er einmitt það fólk sem mér finnst áhugaverðast)
Endilega setjið í gang smá brainstorm hérna fyrir mig ;)
Queeny