ég var að spá hvort ég get fengið ykkar álit, en þannig er mál með vexti að sambandið hjá mér og mínum kærasta er ekkert búið að vera alltof gott uppá síðkastið við erum búin að vera saman í tæp 2 ár, erum trúlofuð og vorum mjög hamingjusöm en svo skeði eitthvað sem ég botna ekki enn þann dag í dag, og nú erum búin að hætta samam 4 sinnum síðan um jólin.
við erum saman núna og að mér vitandi er allt í góðu en ég veit ekki hvað er að gerast í kollinum á honum, mér líður eins og hann taki við mér aftur af því hann er ekki tilbúinn að losna við mig alveg strax, eins og hann sé með mér og við séum að fjarlægjast og þá þegar hann er betur undir það búinn að hann láti mig gossa!
ég spurði hann hvort að það væri önnur í spilinu, en hann sagði það væri að sjálsögðu ekki!

nei ég veit það ekki, þetta virðist dálítið ruglað en ætti ég kannski að gera eitthvað fyrir hann eitthvað óvænt?
eða hvað?
á ég að hætta pæla í þessu og láta það bara koma í ljós?
hvað finnst ykkur?