How to pick up boys…
Í þínu tilfelli þarftu ekkert að ‘pikka’ hann upp einsog þú segir það.
Þú í raun þarft einungis að finna góða ástæðu fyrir að hanga nálægt honum og tala við hann þartil að hann gerir eitthvað í málunum. Þannig kynnist þú honum líka og getur ákveðið betur hvort að þú vilt hanga með honum meir.
Vertu í flottum fötum (jafnvel kynþokkafullum), vel meikuð og þar fram eftir götum, notaðu vinalegar snertingar, og endilega nota setningar sem hafa tvöfaldar merkingar.
En ef að þú hefur kjark í, þá máttu líka alveg bara spurja hann hvort að hann er ekki til í að byrja með þér.
Ég missti einusinni af stelpu sem hafði áhuga útafþví að það eina sem hún sagði við mig var “kauptu fyrir mig bjór” þannig að ég keypti bjór fyrir hana, fannst það nokkur ósvífni af henni, þarsem ég þekkti hana ekki neitt, but hey.. þetta var stelpa.. svo þegar ég ætlaði niður til vinar míns á barinn, þá var það eina sem hún gerði var að spurja hvert ég ætlaði.. Þá hafði ég enga hugmynd að “kauptu bjór handa mér” átti að vera víst það sama og ‘hæ ég hef áhuga á þér’.
Misskilningur er eitt af því heimskasta sem getur komið fyrir, þannig að ef að þú ert hikandi, þá sést það á því hvernig þú berð þig, hvernig þú talar hvort að þú ert hikandi eða ekki, og hikandi er það sama og misskilningur.
Þegar þú hikar ertu ekki að brosa til þanns sem að þig langar í, frekar ertu með áhyggjusvip, eða verra, algerlega neutral andlitssvipi, tónninn er ekki hress og skemmtilegur, heldur jafnvel leiðinlegur.
Þannig að ég hef örugglega ekki sagt neitt sem að þú vissir ekki þegar fyrir. Það eina sem þú þarft í raun að ákveða er hvort að þú vilt 100% ná í gaurinn eða ekki. Ef já, þá í raun er málið að sjá hvaða aðferð virkar best, og hræðsla við höfnun er ekki málið. vinátta og sexíness er málið.
K.
Já ég er alveg sammála KashGarinn
fólk verður bara að vera það sjálft og slaka á. Ekkert vera að pirra sig á höfnuninni. Það gerist alltaf einhverstaðar, einhverntímann. Bara vera hress og skemmtileg og hafa gaman af þessu! þetta er nú einu sinni bara til að hafa gaman af þessu og aldrei að vita að af gamninu spretti einhver alvara!
samt verður fólk líka að vita, að hözzla á djamminu, er mjög ekki að segja “hefurðu áhuga á að byrja með mér.” Margar stelpur misskilja þetta. Meina ég þá ekkert illt með þessu til stelpnanna, og einnig eru sumar sem eru þannig líka, en lang flestir strákar sem fara á djammið, og eru að hözzla stelpur, eru nú ekki að leita sér að langtímasambandi :) þannig er nú bara lífið
en síðan spinnur í þetta, að “deit” menning á íslandi fyrirfinnst varla, þannig að það er mjög erfitt að finna fólk annarstaðar en á djamminu.
en síðan fer síðan allt eftir aðstæðunum!
jámms endilega látið bara reyna á að reyna við gaurinn/stelpuna og hafið gaman af þessu!
0