Hann labbaði útúr bíóhúsinu, Klukkan var rétt svo fjögur „Ætti ég að gera það?“ Hugsaði hann með sér. Ætli ég láti ekki sækja krakkana fyrst hugsaði hann og hringdi í bróðir sinn. „Siggi“ Sagði systir hans og togaði í peysuna hans „Ég er svöng“ „Já ég veit, Kristján er alveg að koma, Farðu og leiktu þér aðeins við Vilhjálm“ svaraði hann „En ég er svo svöng!“ „Bíddu aðeins Birta“ sagði hann og fitlaði við símann. Loksins renndi bíllinn upp að bíóinu. „Kristján, Ég er svo svöng!“ „Já, pabbi er að baka pönnukökur, finnst þér það ekki æði! En hey, siggi, ertu með einhvern pening?“ „Ja…Jú ég er með einn þússara“ „Já pabba vantar hveiti, ég læt þig fá seinna, Key?“ „Já, sure“ „En ertu ekki að koma inn eða?“ „Nei, heyrðu, ég ætla að renna niðrá Nætursölu, ég sé þig“ „Já, whatever, bæ“
Hann rölti eftir innbænum og horfði annars hugar inn í búðargluggana og var en með símann í hendinni þegar hann loks tók ákvörðun „Ég hringi bara í hana, hvað er svo sem það versta sem gæti henst?“ Hann tók upp símann og stimplaði inn númerið hennar, hann hikaði við að ýta á takkann „Hvað ef hún segir nei?“ hugsaði hann og ýtti á takkann. „Halló?“ Svaraði röddin hennar rám „H-Hæ“ svaraði hann „Hérna….Ertu að gera eitthvað sérstakt?“ „…Nei“ svaraði hún „Hérna, kemurðu að hitta mig niðrí nætursölu?“ „…Nei“ „ó….“ „En þú mátt svo sem alveg koma ef þú vilt“ „Svalt…Ég renni þá bara við?“ Spurði hann „Já sure, whatever“ Sagði hún og skellti á „Oh shit“ Hugsaði hann, „Inneignin búin“ „og hún sagði mér ekki einu sinni heimilisfangið“ Sagði hann og henti frá sér símanum
Ekki það að ég viti neitt um það