Ég ætla aðeins að segja frá öðru sambandi mínu. Og jafnframt enda það með spurningu! Sambandið byrjaði reyndar ekki fyrr en fyrir um 2 mánuðum.
En þannig var að ég var staddur á bíladögum á Akureyri 2007 með öllum vinum mínum, allir í glasi nema ég sjálfur! En alltíeinu voru 3 stelpur búnar að bætast í hópinn, og ein af þeim var fallegasta stelpa sem ég hef séð á ævinni. Ég lét það vera að tala við hana þá :/ What an IDIOT! En svona er þetta bara.
Svo liðu bíladagarnir og leiðin lá heim. En það var ekki fyrr en síðasta sumar sem ég fór að tala við hana, eða rétt fyrir suðurlandsskjálftann. En hún var reyndar á föstu þá þannig að ég gerði ekkert í því þannig séð. Spjölluðum bara heilmikið saman og urðum góðir vinir þrátt fyrir hversu hrifinn af henni ég var.
Ég var svona búinn að sætta mig við að það yrði aldrei neitt á milli okkar og ég tók henni áfram bara sem vinkonu og við hittumst bara svona við og við, hún býr semsagt á höfuðborgarsvæðinu en ég bý um 45 mín frá. Og við hittumst bara svona öðru hverju þegar ég kom í bæinn og svona, bara sem vinir. Hún samt á lausu og búin að vera það síðan rétt eftir bíladagana 2008.
En það var um áramótin sem dró til tíðinda, ég fékk símtal um 2 eða 3 leytið, og það var hún að segja mér að hún væri hrifin af mér, sagði það beint við mig og í fyrsta skiptið á ævinni varð ég kjaftstopp og vissi ekkert hvað ég átti að segja. Þessu bjóst ég ekki við og var alveg steinhissa. Gerði hana dálítið vonsvikna kanski og lét henni líða smá skringilega á meðan símtalinu stóð. Brást kanski dáldið vitlaust við afþví ég vissi ekkert hvað ég átti að segja :$, töluðum saman smá og svo sagðist ég ætla að hringja í hana aftur á eftir. Hún var alltaf að reyna að fá mig í bæinn, en þar sem var allt of mikið að gera hjá mér að þá losnaði ég ekki fyrr en um 5 leytið.
En ég fór samt í bæinn til hennar og var með henni á nýársnótt og allann nýársdag, enganveginn sé ég eftir því að hafa farið. Byrjuðum að dúlla okkur þarna í kjölfarið og svo byrjuðum við svona opinberlega saman 30. Jan, en ég er samt alltaf með 1. Jan í huga, sem er besti dagur lífs míns.
Síðan þá hef ég bara ekki séð sólina fyrir henni og reyni að gera allt fyrir hana, langar að gefa henni allt og vera henni allt :) En er til einhver uppskrift af fullkomnum kærasta ? Ef svo er þá væri ég til í að fá þá uppskrift. Alltaf má gera betur…
Og spurning til ykkar. Eru vinasambönd (sambönd sem byrja eftir langann vinskap) jafnframt betri en sambönd sem byrja alltíeinu? Eins og með mig, var búinn að þekkja hana í þokkalegann tíma og þekkti hana vel! Fyrir mig er þetta allt annað! Miklu betra en fyrra samband og verður það vonandi áfram!
Og ef þið hafið lent í einhverju svipuðu þá væri gaman að fá að heyra sögur :)
Og stjórnendur, ef þetta á heima einhversstaðar annarsstaðar, þá færið þið þetta bara :)