Sælt veri hugafólk.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig þessi valentínusardagur virkar. Við íslendingar höfum ekki innleitt þennan dag neitt sérstaklega en útaf því að við tökum svo mikið úr menningu annara þjóða ( útaf því að Íslendingar hafa enga menningu nema óhóflega drykkjumenningu vilja sumir halda fram en ég veit það nú ekki ).
Hafa einhverjar persónur hérna inni sem eru í samböndum hugleitt eitthvað hvort eða hvað þau ætla að gera á þessum degi.
Ég og kærastan mín vorum að flytja inn í nýtt húsnæði og ég var að hugsa að láta grafa nöfnin okkar á skilti til þess að setja á útihurðina og láta hana hafa þetta í pakka til þess að vera svolítið sætur en ekki ganga út í klisjur. Hvað finnst fólki um þessa hugmynd mína og hvaða hugsanir hafa íslendingar um þetta?