Mig langaði aðeins að greina frá vanda mínum, þrátt fyrir að þið mynduð aldrei skilja hann vegna þess að enginn gerir það. Ekki ég heldur.
Akkúrat í dag, fyrir ellefu mánuðum, byrjuðum ég og kærastinn saman. Hann er þremur árum eldri en ég og býr í bænum, en ég bý út á landi, 2 klst frá.
Og ekki reyna að segja mér að fjarsambönd ganga ekki upp, því þau gera það, allavena hjá okkur. Hann kemur aðra hverja helgi og ég er líka alltaf í bænum í öllum fríum og aðra hverja helgi.
En sambandið var mjög brösótt í byrjun. Við vorum bæði mjög miklar “druslur” fyrir sambandið og kunnum eiginlega ekki að haga okkur í sambandinu. En það endaði oft með keleríi með vitlausum manneskjum og heiftarlegum dramaköstum of rifrildum. En við fyrirgáfum hvor öðru alltaf og svo hætti þetta eftir svona 4 mánuði og við byrjuðum að haga okkur vel.
svo tóku við sex yndislegir mánuðir. En svo fór ég að heimsækja vinkonu mína sem býr klst frá mér, en hún bjó einu sinni á sama stað. Þar var farið í partý og skemmt sér mjög vel. Versta/besta er að ég kynntist yndislegum strák. Hann er nýorðinn stúdent og bara yndislegur í alla staði, hefur akkúrat áhuga á því sama og ég og er að læra það sem ég ætla að læra. Við töluðum saman í fimm klst samfleytt og þetta var yndislegt. En svo fattaði hann að ég var á föstu, en við héldum áfram að tala saman þrátt fyrir það. En ekkert meira gerðist.
Svo byrjuðum við að tala á msn og í gegnum sms, okkur fannst það bæði pínu skrítið þar sem ég væri á föstu en gátum þrátt fyrir það ekki hætt.
Þá fórum við að fá vandamál, ég og kæró. Hann var víst ósáttur hvað ég eyddi litlum tíma með honum og svona, þar sem ég eyði miklum tíma á djamminu útaf því mér leiðist svo að búa úti á landi.. vil skemmta mér almennilega þegar ég kem í bæjinn. En þessu fylgdi pásur og einu breiköppi, sem ég stóð fyrir. En svo kom ég í bæjinn og það endaði í rúminu sem endaði í sambandi. Ég get ekki hugsað mér að vera án hans, en þrátt fyrir það þá hlakkar mér svo til að hitta hinn !
Ég get ekki hætt að hugsa um hann og verð alltaf að heyra í honum á hverjum degi. Stundum þá tölum við bara saman allan daginn án þess að fatta það.. ææj það er yndislegt. En þrátt fyrir það gjörsamlega siðferðislega rangt !
en óhjákvæmlegt.
Kærastinn minn elskar mig meira en allt. Ég veit það.
Áður en hann hitti mig fyrirleit hann nánast konur, hann dópaði hverja helgi og drakk eins og róni. En þegar hann kynntist mér þá hætti hann að dópa og drekkur aldrei, hann lætur sér bara nægja að skutla mér blindfullri útum allt. Þar að auki hafa vinir hans sagt mér að hann hugsi ekki um annað en mig og ég sé bara nr 1 og ekkert breytir því.
En þrátt fyrir það þá er þetta svo erfitt með að vera í sambandi en vilja svona ótrúlega mikið annan gaur !!
En ef ég myndi hætta með kæró, þá yrði það mjög erfitt þar sem við tilheyrum sama vinahóp ! bestu vinir hans eru orðnir bestu vinir mínir, og þeir gætu ekki valið á milli.. þegar ég og kæró hættum einu sinni saman þá fór ég til vinar hans og við vorum bara skíthrædd um að hann kæmist að því… æææj, hafiði e'hr hugmynd um hvað er í gangi hjá mér ?