Vildi bara “shara” með ykkur hvað það var ömurlegt fyrir mig að þrauka gegnum þetta.. Vonandi þarf ég ekki að ganga í gegnum þetta aftur.
Ég á ágæta vinkonu, vorum hálfgerðar “bestar” vinkonur, vorum alltaf saman með fjölskyldunni okkar og fjör, fjör og fjör. Ég var alltaf hrifin af bróður hennar, sagði engum frá því vegna þess að ég vissi sjálf hvað þetta var “rangt”. Vinkona mín hafði ekki hugmynd um þetta. Hún var alltaf að tala við mig um hvað hún hataði hann og hvað hún elskaði hann, ég öfundaði hana svo mikið að hafa hann sem bróður, ég hefði verið svo til í að hann myndi láta svona við mig, eða bara tekið eftir mér. Ég skal líka nefna það að þetta byrjaði allt saman þegar ég var í 2-3.bekk, við þekktumst í útlöndum.
Svo fluttum við til Íslands og þau til annarra landa. Eftir mörg ár var ég alveg handviss um að ég væri búin að gleyma þessum tilfinningum og mér myndi ekki líða svona gagnvart honum aftur, komu þau til Íslands og gistu hjá okkur í viku. Þegar við fórum að sækja þau á flugvellinum, þekkti ég EKKI strákinn, ég sá systur hans strax en ég sá hann hvergi. Svo nálguðust þau og ég sá andlitið á stráknum sem ég var alveg viss um að ég myndi ekki muna eftir en svo var ekki. Hann var búinn að breytast mikið, geðveikt hávaxinn og skulum nú segja.. “hot”. Ég þorði ekki að horfa á hann en hann var opinn og byrjaði að tala mikið við mig.
Systir hans gisti með mér í herbergi systur minnar og hann gisti í herbergi mínu (minnir mig). Mig langaði alltaf að vera í kringum hann bara til þess að getað horft á hann en vinkona mín (systir hans) vildi það náttúrulega ekki, sem er alveg skiljanlegt. Þetta var PAIN fyrir mig, ég vildi segja henni að ég væri hrifin af honum en ég gat það ekki, því það væri bara fáránlegt, ég hugsaði bara með mér “ég mun örugglega aldrei hitta þetta fólk aftur hvorteð er”.. Hún sagði mér frá kærustum hans, hvað hann er búinn að vera með mörgum gellum og mér leið ekki einu sinni illa, ég vildi bara vera ein af þessum gellum. Hún tók aldrei eftir því hvað ég var nánast ALLTAF að tala um bróður hennar. Við gerðum allt saman og hann var oftast með.. Sund, gisting, sumarbústað, party.. Já, hvernig gat ég þolað þetta?!
Núna eru komin nokkur ár síðan þetta gerðist og mér finnst ég vera búin að gleyma honum en ég veit sjálf að allt myndi fara aftur á hvolf ef ég hitti hann. Ég gæti alveg eins verið komin með kærasta og allt, hvering mér finnst um hann myndi samt ekkert breytast (nema hvað?).. Þetta var mitt fyrsta “crush”.
Ekki vera að gagnrýna hvernig ég skrifaði þetta, þarft ekki heldur að benda mér á málfræðivillurnar, en þið megið endilega skrifa í kommentunum hvernig þið kynntust “ykkar fyrsta crush”.. En jám, þetta var frekar langdregið hjá mér.
kengúúrúúú-íííís