Elskulegur Hugarar, nú er komið að smá keppni.
Við stjórnendur tókum okkur saman og ákváðum að halda smá myndasamkeppni í tilefni jólanna, besti tíminn því jólin geta verið einstaklega rómantísk.
Reglurnar eru eftirfarandi:
1. Keppnistímabil: 1. – 22. desember
Æskilegt er að myndin sé tekin innan keppnistímabils þar sem það er gefinn nógur tími auk þess sem þemað eru jú jólin.
2. Myndin skal vera merkt á eftirfarandi hátt:
Myndasamkeppni – Nafn myndar
3. Hámarksfjöldi fyrir hvern notanda er ein mynd
4. Að sjálfsögðu á myndin að koma frá ykkur, þ.e.a.s., notandinn skal hafa tekið myndina sjálfur
5. Stærðartakmörk: 400pixlar á smærri kant er lágmarkstærð. Stærsta sem Hugakerfið hleypir inn er 1024x786 pixlar.
Ástæðan fyrir því að keppnistímabilið er svona langt er sú að þetta er nú einu sinni desembermánuður og fyrir marga er það mjög strembinn mánuður, mikið að gera, margir í prófum og aðrir að vinna, svo við vildum gefa ykkur nægan tíma, kemur líka vonandi vel út fyrir keppnina sjálfa að hafa hana svona langa.
Nú er bara að taka upp myndavélina og byrja að mynda, það er svo ótrúlega margt rómantískt við jólin og bara svo að þemað sé á hreinu þá er það „Rómantík með jólaívafi“
Kær kveðja
Stjórnendu