Sammála. Reyndu að finna stund, þegar þið eruð tvö ein, slökkva á sjónvarpi og öðru sem getur truflað. Þú getur notað tækifærið og kveikt á kerti í leiðinni!!! Segðu honum að þú viljir tala við hann um svolítið sem skiptir þig miklu máli og ef hann elski þig, þá verði hann að hlusta á þig og taka mark á því sem þú segir. Ef þú ert með það á hreinu, hvað rómantík er í þínum huga, útskýrðu það þá fyrir honum og reyndu að láta hann skilja hvað þú ert að meina. Biddu hann svo um að gera smá tilraunir, já, bara hreinlega æfa sig í að vera rómantískur, því það verður að fylla þetta tóm sem greinilega er í sambandinu ykkar. Bara einfaldir hlutir geta örugglega skipt miklu máli fyrir þig, t.d. að hann kippi með sér einni rós í leiðinni heim úr vinnunni, eða bara bland í poka til þess að maula við kertaljós, þegar ekkert “lífsnauðsynlegt” er í sjónvarpinu. Þá gefst tækifæri til þess að spjalla saman og þá kynnist hann þér og þessarri þrá þinni eftir blíðu ennþá betur. Nú, ef hann hefur eldavélarpróf, (sem ég vona, þín vegna!), þá ætti hann að geta hringt í þig úr vinnunni og tekið að sér að sjá um kvöldmatinn, meðan þú skellir þér í heitt froðubað,(sem, að sjálfsögðu, hann lét renna í!), og hver veit hvað framhaldið verður af slíku kvöldi!!! Hertu upp hugann og nappaðu hann í samtal, því ég sé að þetta skiptir alveg rosalega miklu máli fyrir þig og hættan er, að þegar eitthvað svona vantar þá verður að bæta úr því, annars getur ástin hreinlega farið að dofna og allt verður flatt. Minntu hann á það, að það þarf svo lítið að leggja á sig til þess að leggja smá upphæð inn í ástarbankann. Svo verður hann líka að skilja að hann verður að læra að taka á móti þínum “innlögnum” í bankann, en þú verður líka að passa þig að lenda ekki á rómantíkurfyllirý, það gæti kæft hann.
Ég skrifa og skrifa eins og ég sé sérfræðingur í rómantískum stundum, en nei, ónei, ég er svo skrýtin persóna sjálf. Eina stundina vil ég vera alein og bara í friði, eða þá að mig langar til að vera strandaglópur uppi á öræfum, eða á eyðieyju suður í höfum með einu stykki náunga eftir minni uppskrift! Jamm…..
Ok, ég er gift og með 3 fjörug börn, bara þreytt og skrýtin kona, sem elskar Pokémon og aðrar teiknimyndir…….
Ég á hinsvegar systur sem hefur greinilega fengið úthlutað mínum skammti af rómantík. Hún er OF og ég er VAN. Þetta sem ég skrifaði sem ráðleggingar fyrr í álitinu, er bara það sem ég hef á tilfinningunni að mundi hæfa í svona málum.
Jæja, ég ætla ekki að gera þetta að fimm binda framhaldssögu……….bless í bili….ég kem aftur, nú er ég komin í stuð að skrifa, veslings þið!!!