Frábærasta ráð í heimi, sem segir margt:
“If you want to be seen - stand up.
If you want to be heard - speak up.
If you want to be appreciated - sit down and shut up.”
Þetta er í raun að segja tvennt. Í fyrsta lagi að ef þú vilt eitthvað, þá verðurðu að gera eitthvað í því. Að vera vinsæl er svosem fínt takmark, en þá verðurðu að finna út fyrir hvað viltu verða vinsæl? Að vera vinsæl er mjög líkt því að vera ímynd fyrir aðra, þannig að hvernig ímynd vilt þú fá á þig? Viltu verða flottasta pían? Þá verðurðu alltaf að fylgjast með tískustraumunum, vera í flottustu fötunum, vera alltaf með make-up, fara í sturtu á hverjum dag, sólbað, líkamsrækt, raka öll hár og bara allt sem þú getur hugsað þér.
Ef þú vilt vera vinsæl vegna hæfileika, þá verðurðu að fara í klúbba, svið, og sýna þína hæfileika.
Þetta byggist allt á attitude, og myndi ég mæla með að þú farir í leiklist til að læra hvernig þú getur breytt persónunni þinni og tekið pásu frá sjálfri þér.. tja leiklist, eða spunaspil :-)
Hitt sem quote-ið er að segja er að þú getur ekki þóknast öllum, þú getur ekki verið vinsæl í allra augum.
Þannig að það er allt í lagi að sleppa af þér beislinu, þú ert bara fimtán þannig að þú mátt gera þig að fífli (skilgreiningin hér á fífli er sama og hirðfífl.. þú ert að skemmta öðrum á kostnað þíns, but if it makes them or you happy, who cares?) ef að ske kynni að svo myndi fara. Annars áttu hvort sem er að vera á mótþróaskeiði, þannig að go wild girl, fólk heldur bara að þú ert í hormóna-ójafnvægi. Bara passaðu þig að vernda sjálfan þig frá því að fara í rusl (dóp, sígarettur, verða svo ölvi að þú blackoutar, og enginn í kringum þig er alvöru vinur sem þú treystir fullkomlega)
Einsog ég segi, ef þig vantar æfingu í að breyta þér, farðu í leiklist og dare-aðu sjálfa þig til að vera frík, tala hátt, vera of dramatíseruð, þá geturðu notað það til að breyta þér smátt og smátt.
K.