Hæhæ, ég veit þetta er kannski ekki beint um rómantík…

Ég var að velta einu fyrir mér. Er eðlilegt að 19 ára kvk eigi besta vin sem er 35 ára kk. Ég meina, við skiljum hvort annað alveg ótrúlega vel, höfum gengið í gegnum margt af sömu hlutunum og getum auðveldlega talað um allt við hvort annað, þá meina ég hluti sem ég get ekki rætt við nokkrar aðrar manneskjur.

Ég verð samt að viðurkenna að það er talsverð kynferðisleg spenna á milli okkar en við látum bara eins og við finnum ekki fyrir henni útaf aldursmuninum. Okkur líður ótrúlega vel saman og þetta er besti vinur sem maður getur hugsað sér. Málið er bara að ég er ekki viss um að þetta sé siðferðislega rétt, ég þori einusinni varla að viðurkenna fyrir fólki, af ótta við að það springi, að ég eigi vin sem er svona miklu eldri en ég. Á þessi vinátta rétt á sér eða hvað?