Ég er mjög ráðviltur einstaklingur, réttara sagt ung stúlka.
Ég var í löngu sambandi, sem entist í 3 ár, sé ekki eftir neinu þannig séð. En málið er að það var mjög brösugt frá byrjun vegna mín, ég taldi hann alltaf of góðan fyrir mig og var alltaf að benda honum á gallana mína, þetta er mjög gott dæmi um þunglyndi. Jæja, við vorum samt ágæt í einhvern tíman, tókum eina mánaðar pásu, eða ég sem sagt sagði honum upp en sá eftir því.
Við vorum búin að vera saman í 1 og hálft ár, þegar ég ákvað að fara í mánaðarreisu hinum megin á hnettinum. Sambandið var búið að vera alveg nokkuð fínt og ég var e-ð að ná áttum, sagði honum ekki upp, upp úr þurru, var stundum smá leið en það reddaðist. Síðan þegar ég kom heim úr þessari mánaðar reisu, þá var hann orðin öðruvísi, samt ekkert svo, bara fjarlægðri, þar sem sambandið gekk ekki alveg upp á sitt besta, þar sem tíma mismunurinn er mikill og það kostar mikið a hringja. Ég byrjaði að vinna fór síðan í skóla, og hélt að allt gekk ágætlega, fyrir utan það að hann var oftar pirraður á mér, vildi ekki gera neit með mér sem ég vildi gera, held við höfum farið í bíó og ekkert annað. Stuttu seinna ákvað ég að þetta var ekkert að virka, var alltaf að spurja hann hvað væri að, og svona hinntaði nokkrum sinnum að við ættum að hætta saman, hætti með honum einu sinni, þar sem ég var svo svekt yfir að hann hafi ekki boðið mér á ball sem ég var búin að hlakka til að fara á í mánuði, hann vildi fara einn með vini sínum. Síðan kom hann heim af ballinu og monntaði sig út í eitt að hafa reynt við stelpu og það hafi gengið mjög vel (kannski ekki út í eitt, en ímyndið ykkur að vera kærastan að hlusta á þetta).
Síðan kom smá logn, ég ákvað að hreyfa mig og fara í ræktina líta vel út og svoleiðis, á svipuðum tíma fékk ég póst um að hafa fengið íbúð í Danmörku. Þá kom pælinginn, fara út í nám, það var langþráður draumur, ég vissi alveg að líkurnar á að kærasti minn kæmi með mér væru engar, en ég vissi líka að áhuginn hans á mér var e-ð búið að dvína. Hann fór að djamma með vinum sínum, sem er ekkert merkilegt fyrir utan það, að núna átti hann til að gista heima hjá vinkonu sinni eða vini og gleyma að segja mér það.
Jæja það var heilt sumar þangað til ég myndi flytja út og við ákváðum að gera það besta úr þessu sumri, eða reyna það, við vorum að vinna á sitthvorum landshlutanum og hittumst á 2 til 3 vikna fresti, með pínu litlu símasambandi, sem stóð af um 10 mín á dag í mesta lagi, stundum liðu 2 til 4 dagar á milli símtala. Sem sagt, við ákváðum að hætta saman daginn sem ég færi út. Ég tók þessu því miður of opið, og sá ekki tilganginn í að eyða sumrinu mínu sem besta kærastan þar sem sambandið var hvort eð á enda. Ég kyssti strák í einhverju partýi, sá eftir því, oki í rauninni sá ég ekkert mikið eftir því, en ég veit að það sem ég gerði var mjög rangt. Ég ákvað að segja kærasta mínum frá þessu, viðbrögðin sem ég fékk voru, “Ég vissi að þeta myndi gerast”, sagt frekar rólega, eins og honum var alveg sama, ég var frekar leið, því ég vildi að hann hefði öskrað og hætt með mér eða að minnsta kosti sýnt önnur viðbrögð. Jæja ég var frekar vitlaus á þessum tíma tökum það alveg fram, við sættumst hann fyrirgaf mér og allt var allt í lagi aftur. Síðan aftur þá hitti ég strák, en í þetta skiptið gerði ég aðeins meiri en að kyssa. Það sagði ég honum líka frá, í þetta skiptið varð hann brjálaður, hætti samt ekki með mér því, ég væri hvort eð að fara út.
Síðan fór hann í ferð með vinum sínum, kom heim aftur og ég flutti út. Vorum í daglegu skype sambandi og vorum ágæt svona ekki saman en samt saman, síðan kom hann í heimsókn til mín og það var spes bæði rosalega pirruð á hvort öðru en vorum samt svo ánægð að vera með hvort öðru aftur í þessa fáu daga. Ég fékk einhverja ofur trú á fjarsamböndum og það gekk mjög vel hjá mér, þangað til vinkona mín hringdi í mig og sagði mér að hún hafði séð hann kyssa aðra stelpu niðri í bæ. Sem ég var ekkert svo reið útaf (þar sem ég hafði gert verri hluti) heldur aðalega það að hann gat ekki sagt mér það sjálfur, það að vinkona mín þurfti að segja mér það finnst mér frekar dónalega gert af honum.
Ég kom heim í frí og við fórum aftur að hanga saman, síðan fór ég aftur út. Við vorum þá hætt saman, en við töluðum saman alveg reglulega á skype, síðan komu páskar, þar hitti ég hann aftur, bara til að sofa hjá og að við erum ágætis vinir. En þá sagði hann mér að það gengi ekki því hann væri að hitta stelpu, tek fram að hann sagði þetta þegar ég var búin að sofa hjá honum tvisvar. Jæja í góðu með það, ég lifi það svosem af, en síðan tek ég upp á því að sofa hjá kunningja mínum að gamni mínu, þessi fyrv. kærasti minn varð brjálaður, ég er ekki alveg að ná því.
Jæja í kjölfar þess ákvað ég að hætta að tala við hann og hafa samskipti við hann yfir höfuð, þetta samband var hvort eð ekkert að virka. Síðan um vorið flyt ég heim og rekst óvart á hann í einhverju partýi og við ákveðum að gera það í einu herberginu, en síðan verður hann ógeðslega leiðinlegur við mig og ég við hann, hann monntar sig af einhverri stelpu sem er hrifin af honum og síðan verður hann brjálaður þegar ég segi frá strák sem ég ætla að hitta. Endaði þannig að við rifumst heiftarlega og vorum brjáluð út í hvort annað alveg þangað það kom að ágúst, þá sendi hann mér eitt sms og ég hringdi einu sinni í hann, og við hittumst óvart á einhverjum bar og ákváðum að fara heim til mín og skemmta okkur, það endaði á því að við töluðum saman alla nótina, og niðurstaðan var sú að hann kyssti einhverja stelpu þegar ég var hinu megin á hnettinum í mánaðarfríi og hann svaf síðan hjá einhverrri þegar hann fór til útlanda með vinum sínum, rétt áður en ég flutti út.
Ég er ekki reið við hann út af því sem hann gerði heldur því hann sagði mér það ekki, ég frétti það alltaf hér og þar. Núna er hann í sambandi, við mjög líklega yndislega stelpu, en ég er samt e-ð svo týnd enþá eftir þetta samband, ég skil ekki afhverju, hann er búin að ná sér og ég ætti að vera komin dágóða leið þangað. Ég er mjög hamingjusöm án hans, stundum frekar létt að vera ekki með hann í kringum mig, en ég hugsa alltaf svona “ef?” ef ég hefði gert e-ð annað eða hvað ef ég hefði ekki gert þetta en þetta í staðinn eða sagt þetta í staðinn fyrir þetta?. Ég vil sannleika sagt losna við hann úr heilanum mínum, því ég er glöð fyrir hans hönd, með að hitta stelpu og vera hamingjusamur með henni. Ég vil bara ekki vera ein sem er e-ð crazy…. Er einhver að skilja mig? eða er ég ein á þessari plánetu í eilífðri ástarsorg?
Ég