Málið er að ég er stelpa á lausu, er búin að vera það í laaangan tíma, ég hef einu sinni verið í sambandi, og eins og eg sagði er svolítið langt síðan.
Okey, ekki misskilja mig, það er fínt að vera á lausu alveg frábært, en svo undanfarið hef eg verið eitthvað voðalega væmin, sem að er verulega ólíkt mér, Allt í einu þá langar mig einhvern til að koma heim til, einhvern sem tekur mér eins og ég er, einhvern sem heldur utan um mig…mig langar að upplifa tilfiningu eins og t.d. ef að maður er að kúra og horfa a tv, hann heldur utan um mig á meðan en samt finnst mer hann langt i burtu, samt langar mig að hafa hann nær… nó um væmni…
eflaust hafið þið heyrt hugtakið að ástin kemur þegar maður á síst von….ég kall þetta nú ekki beint ást en eg lenti i þessu…var bara smá svona stelpukvöld, engir strakar hja okkur ógeðslega gaman!! svo fer ég niður í bæ, verð frekar mikið ölvuð,
ég hitti strák sem að mer list agætlega á, hef seð hann 2 áður eða eitthvað en hef ekkert pælt i honum þannig, við eigum mikið af sameiginlegum vinum sem er fínt mál… okey, við fórum heim saman, allt í góðu með það, var rosa gaman og þetta líka svona fínasti strákur..
Ég hitti hann ekki i eina viku eftir það þar sem að hann var að fara til útlanda með vinum sínum, við skiftumst ekki á nr né neitt…
Helgina eftir að hann kom heim er eg a djamminu, hitti einn sameiginlegan vin okkar sem kemur til min hlægjandi og segir
“ég er ekki buin að hitta hann i meira en viku og fyrsta sem hann segiir við mig þá er hann að leyta að þér”
Þar sem að eg er ekki með NEITT sjálfsálit er þetta nokkuð svona egobúst fyrir mig, eg fer inná staðin með vinkonum minum og se hann, hann kemur beint til min, og við endum aftur heim saman…
sama sagan gerist helgina eftir það..enn var hann ekki buin að biðja um nr mitt og ekki þorði eg að spurja um hans
á endanum spyr eg einn sameiginlegan vin okkar um nr þar sem að eg varð að hafa samband þvi að eg hafði týnt húslyklunum minum, og var eg nokkuð viss um að þeir væru heima hja honum(höfðum aldrei farið heim til min þar sem hann sagðist alltaf vera hræddur um að hitta fjolskylduna mina sem mer finnst skiljanlegt þar sem við vorum nu bara eikka að leika okkur um helgar)ég mana mig uppi að senda honum sms, segi hver eg er og spyr hvort að hann hafi seð lyklana, hann svarar mer og segist ekki hafa seð þá, eg sendi til bara bara oki takk fyrir að leyta en hvað segiru, og þa svarar hann ekki…
ég bara oki, allt i lagi, þar sem að eg var ekkert orðin brjálað skotin þá var eg ekkert rosalega sar, en mitt litla sjalfstraust minnkaði til munar..
helgina eftir það kemur hann til min og sama sagan endurtekur sig, bæði föst og laug…
á sunnudeginum þá bara vá, mer er sama eg prófa bara, og sendi honum sms, eg fæ svar og við sms-umst sma, frekar vandræðalegt samt sem áður
svo fer eg til utlanda i 2 vikur, var símalaus, en þegar eg kem heim og kveikji a simanum se eg að hann hafi sent mer sms meðan eg var uti, og hann spurði hvort eg væri komin heim, þetta sendi hann a sunnudegi en eg kom heim a miðvikudegi, þratt fyrir að klukkan var margt og nokkrir dagar voru liðnir þa svara eg, við sms-umst frekar lengi og var bara mjog gaman
helgina eftir þetta fer eg a djammið og við forum heim saman baða daga…hann sendir mer aftur sms og við spjollum, a manudeginum biður hann mer a runtin, og spyr hvort eg vilji koma með honum sma roadtrip norður um kvoldið, og keyra til baka dagin eftir…mer fannst þetta svona frekar skrytið en akvað þar sem að eg er yfirleitt óþorin og feimin að sla til, og for með honum rosa gaman…
síðan þá (næstum 4 vikur) erum við buin að tala saman a hverjum degi..samt gegnum sms alltaf fyrir utan 2 skifti eða eitthvað sem hann hringdi i mig, við erum buin að fara i bio og horfa a video og hittast nokkrum sinnum, hann fer siðan að koma með comment sem bendir til að við ættum eftir að byrja saman, eins og t.d ég held að eg eigi eftir að eiga erfitt með að læra nofnin a ollum þessum ættingjum, eða á eg að gefa þer rað til að fá stig hja mommu?(hef bara einu sinni hitt hana sem var óvart og varði i 5 min)
um dagin eftir djammið þá spyr hann hvort við ættum ekki að fara heim til mín nuna þar sem að við höfum aldrei gert það, eg sagði bara ja, dagin eftir segir mamma að hun hafi farið i bakari og spyr hvort eg vilji borða, hann bara ja og fer fram og hittir foreldra mina og spjallar við þau i góðan klukkutima…þetta hefur gerst einu sinni siðan þá..
allir sameiginlegu vinir okkar spurja hvort við seum saman, lika vinkonur minar, eg segi alltaf nei þvi við erum náttla ekkert saman, en samt er eg ekki á lausu…hvað er eg þá?frátekin? :S
málið er að eg þori ekki að spurja hann ut i þetta, hvort við erum saman, eða eigum eftir að byrja saman
svo nuna í gær, þá er eg niðru bæ og verð mjöööög drukkin, þegar eg skoðaði siman minn i dag se eg að eg hafði verið freeekar uppáþrengjandi við hann, alltaf að senda honum sms, spurja hvort að hann ætli ekki niður i bæ, hvort hann se ekki að fara að koma, hvar ertu, og þess háttar, samt se eg að hann svarar þessu ollu, svo þegar klukkan er að verða 4 og það fer alveg að loka fer eg bara heim, nenni ekki að vera lengur þarna og er frekar pissed(veit ekki af hverju) sendi honum sms “þú ert bara beiler hehe er farin heim” halftima seinna svarar hann að hann se niðri bæ, eg bara ok er gaman, hann segir ja og alveg fullt af gellum, við grinumst aðeins með þetta og eg reyni að vera létt þó svo að mer hafi ekki fundist þetta eins fyndið og eg gaf i skyn, svo fer hann heim til vina okkar og eg for bara að sofa.
áðan sendi eg honum sms, og fekk svar, svo sendi eg bara sorry hvað eg var leiðinlega full i gær hehe skemmtiru þer vel? hann svaraði þvi ekki og eg er ekki buin að heyra i honum siðan…
stóra spurningin er, haldiði að hann se buin að missa ahugan? eg veit að eg er nu ekkert mjóasta og sætasta stelpan en eg tel mig frekar hressa og er í stóóóruuum og góðum vinahóp…
það er engin svona 3 aðili i þessu sem að eg get spurt útí, eg þori ekki að tala um okkur við hann…
haldiði að hann se buin að missa ahugan, eða er eg bara paranojuð???
vitiði nokkuð um svona kraftaverka aðferð sem eg get notað til að komast að þvi hvað hann er að hugsa an þess að þurfa að spurja hann? :P hehe
en ja sma svona tjáningar i gangi
takk takk
,,Að vera drusla er ekki líkamleg fötlun, það er ástand!"