Þegar ég var ný orðin 16 ára, búin með grunnskólann, náði ég smávegis stjórn á lífi mínu, ég hafði lent í einelti alla skólagönguna og var alvarlega þunglynd og átti ekki marga vini til að treysta á.
Sumarið leið eins og hver annar tími, það var kominn október og eitt kvöldið leiddist mér all svakalega, ég tók upp tólið og hringdi í félaga minn, bað hann um að koma og gera eitthvað með mér, hann sagðist vera að fara á djammið, ég bað hann þá um að hitta mig í smá stund áður, hann gerði það og var þá með öðrum strák að bíða eftir vinkonu sinni.
Þeir komu og sóttu mig, þá var líka þessi flotti gæji sem hann var með, við spjölluðum vel og lengi, þar til vinur minn fór með vinkonu sinni á skemmtistað, hinn strákurinn bauðst til að fara á rúntinn með mér, og ég samþykkti það auðvitað. Við rúntuðum í smá tíma og fórum svo heim til hans að horfa á dvd.
Seinna um nóttina skutlaði hann mér heim en bað samt um númerið mitt því hann vildi hitta mig aftur, við skiptumst á númerum og hittumst aftur næsta dag, þetta stóð yfir í nokkra daga þar til við vorum farin að vera saman hverja mínútu.
Stuttu seinna byrjuðum við saman, 18 október nánar til tekið, fyrstu vikurnar voru alveg æðislegar og næstu mánuðir á eftir, við pössuðum rosalega vel saman þrátt fyrir 9 ára aldursmun hann var þá 25 ára.
Mánuðirnir liðu og við enn ástfangin upp fyrir haus, komumst að því að ég væri orðin ólétt, og við tókum því bæði mjög vel og ákváðum að verða foreldra ófædda barnsins. Hann átti reyndar strák fyrir sem er nú 5 ára :)
Eftir að við byrjuðum saman stóðum við í erfiðleikum í sambandi við strákinn hans, fengum ekki að hitta hann eins og átti að vera og voru leiðindi sem höfðu mikið álag á okkur bæði, en við stóðum saman.
Tíminn leið enn meira og elskuðum við hvort annað, leið ekki á löngu að mín var bara að fara eignast litla barnið, hann stóð sig eins og hetja í fæðingunni, hefði alls ekki getað gert þetta án hans, eftir að við eignuðusmt lítinn prins vorum við enn hamingjusamari og erum enn.
Við höfum elskað hvort annað í að verða 2 ár í október og getum alls ekki verið án hvors annars, við höfum aldrei rifist við leysum alltaf allt áður en út í rifrildi kemur, við stefnum á að reyna halda fjölskyldunni saman, sama hvað á reynir. við elskum hvort annað og viljum ekki óþarfa vesen eða leiðindi í sambandinu.
Nú verið í sumar datt okkur í hug að fara og veiða, við gerum það nánast á hverju kvöldi og keppumst um hvor fær stærri og fleiri fiska, sá sem vinnur á að fá ástarvinning frá þeim sem tapar :) mjög skemmtilegt að upplifa ástina á höfninni, slappa af frá öllu stressi og njóta lífsins :)
En það sem skiptir máli er að við elskum hvort annað og getum alls ekki verið án hvors annars, höfum þurft að vera aðstíuð í sundur á meðan spítalainnlögn hefur verið og það er erfitt að geta ekki verið í faðmi ástarinnar sinnar hverja mínútu.
Ath öll skítköst afþökkuð, þið getið troðið þeim í flösku og sent út á haf, kanski ég næli í þau í næstu veiðiferð.
Takk fyrir.