Eg er ný byrjuð að skoða þetta og veit ekki hvort þetta passar hér
en þannig er mál með vexti að ég er búin að vera með kærastanum mínum í bráðum 1 og 1/2 ár og ég er ekki viss..
Við búum saman og allt en ég veit ekki hvort hann elskar mig eða vantar bara einhvern til að þrífa, elda og sofa hjá!!
ég veit að það er kannski soldið seint að byrja að pæla í því núna enn ég er bara búin að vera gjörsamlega blindástfanginn upp fyrir haus. Um dagin fór ég að raða saman hvað allir hafa verið að segja við mig .. vinir hans.. kærustur þeirra fyrverandi og núverandi..
vinir mínir.. systkini mín og svo auðvitað hann þegar hann er fullur(þá er hann alltaf að tala um hvað þetta sé ömurlegt samband) og ég er bara ég veit ekki hvað einn skellur enn og ég hlýt að brotna
Við þurfum virkilega að tala saman enn alltaf þegar við erum farin að tala þá kem ég ekki orðum að því sem ég ætla að segja get ekki útskýrt það (eins og nú)
Ég veit ekki mig langar bara að leggjast undir sæng og gráta