Þetta snýst bara um sjálfstraust.
Ég legg til að þú fjárfestir aðeins í sjálfum þér og skellir þér á Dale Carnegie námskeið.
Námskeiðið er ekki það ódýrasta í bænum en ávinningurinn er þvílíkur. Trust me, been there, done that. 12 vikna námskeið sem breytir lífi þínu.
Eftirfarandi er tekið af
http://www.dalecarnegie.is/local_courses_desc.jsp?cCode=DCCI—————————–
Dale Carnegie námskeiðið“Dale Carnegie námskeiðið hjálpaði mér bæði í starfi og einkalífinu. Ég lærði að skipuleggja mig betur. Markmið mín eru skýrari og forgangsröðun þeirra ljósari. Fyrir stjórnendur sem vilja ná árangri í mannlegum samskiptum er námskeiðið kjörinn vettvangur. Nemendur læra 30 hagnýtar reglur í mannlegum samskiptum og þátttakendur setja sér markmið í beita þessum reglum. Samskipti mín við starfsfólk mitt eru mun jákvæðari eftir að ég byrjaði að beita þessum reglum. Námskeiðið eflir öryggið sem nýttist mér bæði við ákvarðanatöku og í því að koma fram af meira öryggi og í því að selja hugmyndir mínar. Ég mæli með Dale Carnegie námskeiðinu fyrir fólk sem hefur metnað til að ná lengra í lífinu.”–Þórarinn Hjörtur Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA
Allt í kringum þig eru einstaklingar sem skara fram úr. Í viðskiptalífinu, íþróttum, fjölmiðlum, skólastarfi, á sviði menningar og lista eða einfaldlega sem sterkir persónuleikar. Fjölmargir þeirra hafa sótt Dale Carnegie‚ námskeiðið og um fimm milljón einstaklingar um heim allan hafa lokið námskeiðinu. Þú getur slegist í hóp þeirra sem eru stöðugt að auka velgengni sína.
Langar þig að öðlast sjálfstraust og hugsun sigurvegarans, eflast við hverja raun og vinna markvisst að því að draumar þínir rætist? Þráir þú að ná markmiðum þínum í vinnunni og einkalífinu á auðveldan og skipulagðan hátt? Þú getur skapað þína eigin velgengni í stað þess að efast um eigið ágæti og líta þá öfundaraugum sem ná árangri í lífinu. Þú getur orðið leiðtogi á öllum sviðum og haft stjórn á áhyggjum og streitu. Þér standa allir vegir færir. Ef þú vilt!
5 drifkraftar velgengninnar
Á Dale Carnegie námskeiðinu gefst þér kostur á að byggja upp hæfileika þína á fimm sviðum. Þetta eru í raun drifkraftar velgengninnar og markmið námskeiðsins er að:
1) Efla sjálfstraustið
2) Bæta hæfni í mannlegum samskiptum
3) Efla tjáningarhæfileikana
4) Þróa leiðtogahæfileika
5) Bæta lífsviðhorf okkar
Víðsýnir og metnaðargjarnir einstaklingar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að sýna frumkvæði, búa yfir stjórnunarhæfileikum og geta komið sjónarmiðum sínum skilmerkilega á framfæri til að mæta hinum ströngu og síbreytilegu kröfum í hörðum heimi viðskiptalífsins. Og ná árangri. Á Dale Carnegie‚ námskeiðinu tekurðu þátt í verkefnum sem bæta samskipti þín við aðra, skerpa minnið og gera þig að trúverðugum leiðtoga. Þú þarft reglulega að stíga út úr þægindahringnum en það hjálpar þér að vinna bug á ótta og hræðslu við gagnrýni og losar um hömlur. Sannast sagna má líkja því við að þú kastir af þér gömlum og þungum frakka sem hefur íþyngt þér um áraraðir og finnir hvernig þú öðlast hugrekki og langþráð frelsi til að bera þig eftir framtíðarmarkmiðum þínum.
Á námskeiðinu lærirðu þau grundvallaratriði sem eru lykillinn að allri velgengni og þú kemst upp á lag með að nýta þau í daglegum athöfnum. Í lok námskeiðsins mun þér líða eins og ekkert geti komið í veg fyrir að draumar þínir rætist. Þú hefur öðlast traustan grunn til að öðlast enn frekari þroska og hæfileika til að blómstra á þeim vettvangi sem þér hentar.
—————————–
Rétt að taka það fram að ég hef engan ávinning af því að þú eða nokkur annar fari á námskeið hjá Dale Carnegie, ég hef reynslu af því að hafa farið sjálfur þegar ég var 18 ára og það breytti öllu fyrir mig.
Kveðja,
Xavie