Ég heyrði soldið sniðugt um daginn og langar að vita hvort eitthvað af ykkur er með innlegg á þetta.
Hvernig stendur á því að fólk(stelpur í mínu tilviki) talar svona rosalega opið um fyrrum kærasta eða bólfélaga? Er það bara talið normal að segja fólki hverjum maður var með hvenær, jafnvel þó það þjóni engum tilgangi og jafnvel endi með að koma til illinda ?
Er fólk kannski að leitast að samþykki eða samvorkun? kannski skilnings? Eða er þetta bara svona ótrúlega auðveldur grundvöllur fyrir samskipti ?
Frjals - í von um betri skýringu