Ég ákvað að skrifa grein eða smá kynningu á Game/Pickup/Venusian Arts
Hvað er The Venusian Arts? Venusian Arts er sú “list” sem gerir körlum kleift að laða að sér konur og vera félagslega öruggir. (OG SVO MARGT FLEIRA)
The Venusian Arts er í sjálfu sér bók eða handbók sem var skrifuð af Mystery.
Hugtakið hefur verið kallað Game, Pickup og margt fleira.
Hver er Mystery? Mystery er ‘pickupartist’ og nota ég slíkar slettur því ég hef ekki fundið gott íslenskt orð ennþá. Hann er uppruninn frá Kanada þar sem hann ólst upp sem anti-social nördastrákur sem ákvað að taka sig á í kvennamálum. Í dag er hann einn þekktasti kennari/guru í slíkum málum sem til er og hefur verið með raunveruleikaþátt þar sem hann kennir nördum að ná sér í konur. - meiri upplýsingar um Mystery á www.google.com ;)
Hvernig verður maður aðlaðandi í augum kvenna?
Það eru til ótal sjálfshjálparbóka og dvd-diska, auk þess allt frá námskeiðum til forum'a á netinu og allt þar á milli með kennsluefni um hvernig á að umgangast og laða að sér konur.
Helstu bækur sem ég man eftir eru The Game eftir Niel Strauss, The Venusian Arts eftir Mystery og Magic Bullets eftir Savoy.
Hvað er það sem þessar bækur eru að kenna?
Bækurnar eru mismunandi og kenna manni hvernig á að haga sér í kringum konur. Hvað þú átt að segja, hvernig og hvenær þú segir það, hvernig þú átt að bera þig og sumar bækur kenna þér jafnvel hvernig þú átt að klæða þig. Þær hjálpa körlum sem eiga erfitt með að mana sig upp í að tala við konur og fleira og fleira.
Þetta getur verið algjör gullnáma fyrir þá sem þurfa á þessu að halda og vilja gefa þessu séns. Sumum körlum finnst þetta vera asnalegt og finnst þetta brjóta gegn samvisku þeirra þar sem þeim finnst þetta vera að ‘láta konur verða hrifnar af sér’ eða algengara að fólk finnist þetta brjóta gegn persónuleika sínum þar sem þeir segja:
"Ég er bara sá sem ég er, ég vil ekki nota eitthvað sem ég læri til að fólk laðist að mér. Ég nota ekki fólk"
Þetta er skiljanleg hugsun en samt algjört bullshit. En þeir sem vilja fræðast frekar um þetta þá vil ég benda á 11. þátt á www.pickuppodcast.com.
11. þáttur er kynningarþáttur á þessu öllusaman [á ensku]
Ég á kærustu/konu, við elskum hvortannað þarf ég þá nokkuð á þessu að halda?
Margt í þessum bókum stuðlar að því hvernig þú getur búið til ‘attraction’ það má vel beita þessarri þekkingu á maka sínum.
Mér gengur fínt í ástarmálum hef ég þá eitthvað við þetta að gera? Sumir hafa ‘natural game’ og það er bara frábært. Það er þó alltaf hægt að læra eitthvað nýtt og bæta sig. Fólk þarf bara að spyrja sjálft sig, vil ég bæta mig í þessum málum eða ekki?
Það sem mig langar að vita er hvort það sé einhver áhugi fyrir íslensku samfélagi í þessu.
Sjálfur hef ég verið að ‘stunda’ þetta með miklum hug og hefur líf mitt breyst helling síðan.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta frekar (eftir að hafa hlustað á 11.þátt á www.pickuppodcast.com) endilega sendið mér skilaboð á Huga og jafnvel bætið við MSN adressunni ykkar svo ég geti spjallað við ykkur.
Spurningar velkomnar í svörum greinarinnar. Mun gera mitt besta til að svara öllum.
Takk fyrir mig
-Lucky