Mig langaði að koma með smá “umræður” hérna.
Ætla að koma með smá umfjöllun um ýmislegt í sambandið við sambönd og rómantík.
Rómantík í daglegu lífi
Rómantík getur leynst í eiginlega flest öllu. Það sem öðrum þykir rómantískt getur hinum þótt mjög “venjulegt”
Íslendingar eru voðalega duglegir að kvarta yfir því að það sé ekki mikil rómantík á Íslandi en það er auðvitað bara bull og vitleysa.
Rómantíkin er í okkur sjálfum.
Mér þykir til dæmis voðalega rómantískt þegar við kallinn sitjum bæði í bólinu að lesa bækur =)
Ég er líka voðaleg “korta” manneskja… skil stundum eftir miða við tölvuna hans eða eitthvað með “Ég elska þig <3” eða einhverju svipuðu. Og hann hjá mér.
Ég hef líka notað mikið huga til þess að senda skilaboð til hans, eða myspace.
Það er svo margt smátt sem getur breytt svo miklu.
Rómantíkin er öll innra með okkur og þarf ekki að kosta neitt, nema að leggja hausinn í bleyti ;)
Fjarsambönd
Ég veit ekki alveg hvað fólk kallar fjarsambönd. Ég skilgreini ekki fyrsta sambandið mitt sem fjarsamband enda bjó þáverandi bara 40-50 mín í burtu.
Hittumst oftast alveg 6 daga vikunar en stundum líka bara 2 daga vikunnar.
Minnir þó að mér hafi ekki þótt það neitt agalegt enda var ég í 10. bekk og hafði alveg nóg að gera.
Núna í febrúar var ég hinsvegar í fjarsambandi.
Kærastinn flutti hingað til DK og við höfðum nú ekki beint verið lengi saman daginn sem hann fór.
Fjarsambandið stóð frá byrjun febrúar og svo flutti ég til hans um miðjan apríl.
Þetta var rosalega erfiður tími, þótt þetta hafi bara verið tveir mánuðir og tvær vikur.
Við notuðumst við sms og það alveg slatta mörg sms!
Myndskilaboðin voru líka voðalega vinsæl hjá okkur.
Svo var það bara msn og síminn.
Annars er engin spes uppskrift af fjarsamböndum og hvernig þau geta gengið. Fólk verður bara að trúa því að biðin sé þessi virði og að þetta geti gengið.
Það er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að “fiðrildin” og neistinn séu ennþá svona sterk…og hjá sumum hverfur það.
En það þýðir samt ekki að neistinn og “fiðrildin” séu alfarin. Það þýðir ekki að sambandið sé búið og að þú elskir hann/hana ekki lengur.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá ;)
Að taka fyrstu skrefin
Já oftar en ekki koma þræðir hérna inn með spurningum um það hvernig maður eigi að taka fyrstu skrefin.
Hvernig maður á að bera sig til að tala við hann/hana.
Hvernig maður á að tjá manneskju það að maður sé hrifinn af henni eða hvernig maður á að tjá manneskju það að þú elskir hana.
Það er engin uppskrift af þessu frekar en fjarsamböndum.
Yngri kynslóðin virðist nota msn voðalega mikið, og jafnvel margir á mínum aldri líka.
Sjálf man ég ekki hvernig þetta var með fyrri sambönd.
Ég byrjaði á því að tala við báða fyrrverandi á msn. Fyrsti kærasti minn var strákur sem ég þoldi ekki. Við fórum svo að hittast í 4 mánuði eða svo þegar við vorum allt í einu saman.
Ég held að við höfum bara fundið neistann bæði tvö og gátum svo ekki slitið okkur í sundur.
Ég man þó ekki hvenar fyrsta “ég elska þig” kom…
Hinn fyrrverandi var ég búin að tala við í einhvern tíma þegar ég flutti í heimabæinn hans.
Ég þekkti engan nema hann og hann var alltaf hjá mér. Ég held að það hafi verið eins og með fyrra sambandið, við bara fundum neistann og já… samband :)
Mun öðruvísi saga á bakvið núverandi. Við kynntumst fyrir langalöngu þegar ég var í grunnskóla og hann nýkominn í framhaldsskóla. Minnir mig.
Hann var gaurinn sem ég hélt að ég ætti ekki séns í…
Nú er sagan önnur =)
Byrjaði allt með göngutúr í Elliðárdalnum, nokkrum sundferðum og ferðalögum yfir Heiðina.
Hann hóf þetta í rauninni með því að bjóða mér í þennan göngutúr.
En já, aftur að málefninu. Nokkrar hugmyndir fyrir ykkur sem þurfið að taka fyrstu skrefin;
Bjóðið manneskjunni á kaffihús eða út að borða. Einhvern stað þar sem hægt er að tala.
Göngutúr er líka oft góður, og hollur ;)
Skautar, línuskautar, sund. Allir staðir eru góðir ef hægt er að tala saman og kynnast.
Eða jafnvel bara heim í pizzu og spólu.
Þið sem eruð að hitta manneskju og þurfið góða leið til þess að segja henni að þið elskið hana;
Ekki gera eitthvað mikið úr því (s.s. ekki sitja það á stóra stafi í bíóauglýsingum) það er of vandræðalegt og gæti skapað vesen (meira gert fyrir þá sem eru að biðja manneskju um að giftast sér….en hef heyrt dæmi um mann sem fékk svo nei, í miðjum bíósal)
Þeir sem eru frekar feimnir geta svosem alveg notað msn, en það er ekki neitt voðalega vel liðið….en virkar samt alveg.
Skrifa smá miða, bréf, semja það inní ljóði…
Æ annars, að þá skiptir aðferðin í raun engu máli heldur hvernig þú ferð að því að segja það. Rétt móment er heldur ekki til. En svo aftur á móti hugsa ég oft “hver myndi taka því illa að vera elskaður?”
Þú getur annaðhvort fengið höfnun eða ekki. Getur ekki farið á verri veg en það, en þá reyndiru allaveganna ;)
Framhjáhöld í samböndum
Því miður fyrirfinnst þetta í heiminum í dag. Alveg eins og stríð og alnæmi.
Ég hef aldrei náð því fullkomlega afhverju framhjáhald er til.
Ef fólk getur ekki haldið sér í brókunum í kringum aðra en makann þá getur ekki verið að þú elskir makann þinn mikið.
En…
Sumir eiga við spennufíkn að stríða og leiðast því útí þetta, aðrir eru ekki að fá nóg hjá makanum, enn aðrir geta ekki slitið sig frá fyrrverandi….og restin, ætli það sé ekki bara athyglissýki?
Að verða að fá stanslausa athygli frá öllum hornum.
Sumir geta fyrirgefið makanum sínum þetta, en ég held að það fari alveg eftir aðstæðum.
Ég held líka að margir sem fyrirgefi framhjáhöld séu einfaldlega hræddir við að vera einir, hræddir við það að missa þennan stóra hlut úr lífinu sínu - ástina.
Einnig eru margir svo vissir um að makinn þeirra sé sá eini rétti, alveg sama hvað makinn gerir, hann er “fullkominn” fyrir þeim, þrátt fyrir allt.
Og ef það er haldið framhjá þér, þá þýðir ekki að leita svara hjá öðrum. Engir tveir taka þessu eins og enginn getur sagt þér nákvæmlega hvað þú átt að gera…
Engin uppskrift =/
Hrifning af fleirum en einum í einu
Mjög algengt vandamál. Oftast eru fleiri en ein manneskja í kringum mann sem manni þykir vænt um og gætu mögulega verið framtíðar makar….
Oft þarf að byggja þessa ákvörðun á skynsemi.
Það þarf meira en bara ást til að elska.
Þú þarft traust, vináttu, losta, og skynsemi - og auðvitað ástina líka.
Ef þú finnur þig ekki nógu vel með annarri manneskjunni, hvað segir þér að þú munir gera það seinna?
Þó svo að manneskjan sé falleg, góð og umhyggjusöm - að þá þarf einhvern neista til að samband gangi upp til lengri tíma.
Einnig ef þú ert í sambandi og stendur sjálfan þig af því að finna hrifningu í garð annarra en makans, þá þarf eflaust aðeins að krydda uppá sambandið.
Ef það er ekki hægt þá kannski var þessu ekki ætlað að ganga upp.
Oft er það líka áhugaleysi af hálfu makans sem veldur því að þú finnir fyrir hrifningu í garð annarra. En þó ekki alltaf.
Ætli uppskriftin af þessu sé ekki einföld;
Ef maki þinn er ekki það fyrsta sem þú hugsar um þegar þú vaknar og það síðasta sem þú hugsar um á kvöldin, þá þarf kannski smá krydd =)
Og til þess að krydda þarf stundum ekki mikið.
Oft er nóg að tala bara um hlutina og/eða notast við einhverja smá rómantík í daglega lífið.
jæja, ætla að segja þetta gott í bili allaveganna. Sé til hvort ég hendi svo fleiru inn við tækifæri.
Endilega ræðið og bætið við því sem ykkur finnst ;)
Vonandi nýtist þetta einhverjum þarna úti.
Álit vel þegin….
Með ástarkveðjum, EvaOfur <3
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"