Ég styð þig á allann hátt í þessu, en samt sem áður ætla ég að benda þér á nokkra punkta sem þér líst kannski ekki mjög vel á.
>afhverju segist hann vilja gera hvað sem er til að fá mig aftur og ekki ganga á eftir mér eins og hundur?
Þegar að þú býst við einhverju frá einhverjum, þá endar maður oft með súran svip og enginn gróði er úr þeirri jákvæðu hugsun sem þú stimplaðir í þig,
Sem er;
Þú vildir að hann bæðist fyrirgefningar,
Þú vildir að hann gengi á eftir þér eins og ‘hundur’ sem að ég sjálfur myndi kalla ‘pathetic’, ekki því að ég er geggt ýkt kúl og harður náungi, heldur að hann sveik þig, og kemur svo vælandi til baka því hann finnur fyrir söknuði, í þessu tilviki á hann að bíta á jaxlinn og sætta sig við það, sem hann virðist gera með að eltast EKKI við þig.
Þegar að þú býst við að hann komi á eftir þér, þá verðurðu örugglega fyrir vonbrigðum, því að hann einfaldlega þarf ekki að elta þig, því að þú ert enn að elta hann.
Þegar að þú vilt að hann biðjist fyrirgefningar, sem hann hefur gert, ef þú ert að segja satt, þá átt þú ekki að fara á eftir honum, eins og þú gerir með því að senda honum sms, þó þú sért sár út í hann, og með því að bíða eftir honum heillengi, þó þú viljir ekkert með hann hafa.
Ertu viss um að þú viljir að sambandinu sé lokið? Þú hentir honum frá þér, ekki hann, þarftu þá ekki að sanna fyrir sjálfri þér að þú vilt hann ekki? Því að ef þú vilt að hann gangi á eftir þér bara svo að þér líði vel, en ekki til að fá hann aftur, þá ertu að gera rangan hlut, og ef það væri gert mér það, og það væri sagt mér það hreint út, þá myndi ég vægast sagt verða hundfúll, og vilja sem minnst hafa með þá manneskju sem gerði mér það. Þannig lít ég á það, ég veit ekki hvernig þú lítur á það, en með þessum orðum þá mætti túlka það á þann hátt.
Ég biðst afsökunar ef að ég er harðmæltur, það er ekki ætlunin, ég stend með þér í þessu, þar sem að hann gerði sjálfur mistök sem leiddu til þess að þú hættir með honum.
En þurftirðu afsökun til að hætta með honum? Það gengur ekki alveg, ef að þú vilt ekki vera með manneskju, þá hættirðu bara einfaldlega með henni, ef hann væri með þér og þú elskaðir hann ekki lengur, þá myndi ég hugsa að það væri hann sem að myndi enda særður, ekki þú.
Og að missa áhugann?:/ Ég veit að þetta mun hljóma illa, en ef þú hefur eitthvað gegn því, þá vinsamlegast láta mig vita svo að skoðun minni verður breytt, en hvernig þú orðar það þá hljómar þetta eins og áhugi sem kemur um leið og einhver ógnar eignum þínum. Eins og með sumar stelpur sem að hætta með strák, eða öfugt, en geta ekki horft upp á það að einhver annar fái hann/hana, og sýna þeim allt í einu miklu meiri áhuga en venjulega, og halda því fram að þau elski hann/hana, þó að þau orð séu eins og tóm skel, og merkingin er engin.
Endilega tjáðu þig yfir því sem ég segi hér:)
Að næsta punkt.
hvenær særði ég hann? Með því að hætta með honum?? Og afhverju er sært þig innan kommu??
Já, afhverju ekki? Myndir þú ekki vera sár ef að manneskja hættir með þér? Kannski ekki sár út í manneskjuna, en bara út í lífið, afhverju það sé ósanngjarnt, og afhverju þið gátuð ekki verið saman að eilífu. Eins og ég sagði áður, þá stend ég með þér, samt sem áður, þá hef ég lítið að segja um þetta, þar sem ég veit ekki alveg hvar þú gætir hafa sært hann..
Nema jú, fyrir utan kannski það, að ef hann vissi að undir lokin hefðirðu engan áhuga og beiðst eftir því að geta dömpað honum, þá gæti hann vissulega orðið særður, kannski elskaði hann manneskju sem að hann hélt að elskaði sig á móti, en svo var ekki, og það, það getur verið særandi, hver sem er getur sagt þér það.
Og já, innan kommu, réttast væri að hafa innan gæsalappa held ég, allaveganna í íslensku málfræðinni, og kannski setur hún það innan kommu því að ef til vill túlkar hún það ekki sem að særa þig ef að hann lýgur að þér, þar sem að þú vildir hætta með honum, þá ættirðu ekki einu sinni að vera sár, þú ættir að vera glöð að fá afsökun til að hætta með honum, ekki satt?
En hann vill mig ennþá, skil ekki hvað þú meinar?? Og já þú ert harsh, en ekki að það ´særi´ mig, bara finnst eins og þú vitir ekki um hvað þú ert að tala!
Hefur hann sýnt þér að hann hafi áhuga á þér? Hefur hann viljann til að sýna þér að hann elski þig enn? Hefur hann gert tilraun til þess? Ertu viss um að þú myndir elska hann með réttu móti líka? Og ertu viss, ef að svarið er já, myndirðu ekki geta sært hann? Þegar þú hættir með honum í þriðja sinn?
Og harsh:)
Þetta er bara spurning hérna, og ég minni enn og aftur á, ég er ekki að reyna að særa neinn hérna.
Afhverju skrifaðirðu greinina? Sóttistu eftir vorkunn því að kærastinn laug að þér og þú hættir með honum, og núna líður þér illa? Það er skiljanlegt, því að eftir öll alvarleg sambönd þá líður manni aldrei vel, og ég skil alveg að þú myndir sækjast eftir einhverri hugulsemi héðan, en það gerist ekki oft, því að oftar en ekki, þá talar fólk frjálslega, og heiðarlega, og eins og margir gera, ef þú sóttist eftir vorkunn eða hugulsemi, eða bara hughreystingu, þá verðurðu að búast við því að fá skoðanir annarra.
En ef þú vildir ekki vorkunn þá er það að þú vildir létta þessu af þér, vildir ráðgjöf, eða finnst gaman að safna stigum, sem ég efast samt sem áður um.
Það sem að þú færð héðan eru álit fólks á hinum ýmsu málum sem þú ku segja frá. Og álit muntu fá, og það er eitthvað sem þú verður að sætta þig við, því með hverri ákvörðun koma afleiðingar.
Ef þú vilt vita eitthvað hvað þú ættir að gera í málinu, þá færðu mjög tvískiptar skoðanir, og því verður ekki breytt, mín eigin skoðun er að fá hann til að hitta þig, ræða málin, og hugsa um hvort þetta sé virkilega það sem þið viljið, og þið verðið virkilega að tala vel saman og opna ykkur, því að því meira sem þið opnið ykkur, því nánari verðið þið. Ef hann tekur ekki mark á þínum tilfinningum þá er hann hálfviti og á þig ekki skilið. Sem að gerist því miður of oft. Bara passaðu þig að enda ekki uppi með hjartasár, því það tekur tíma fyrir þig að jafna þig, og ef það gerist, þá bara verðurðu að fara vel með þig, ekki fara að spá strax í öðrum samböndum, því þá fara tilfinningarnar þínar í algjört mess.
Ef þú elskar hann af öllu hjarta enn, þá verður þú að gefa honum ástæðu til að ganga á eftir þér, og ekki láta hann ganga á eftir þér ef að þú vilt bara særa hann í lokin, því að í sambandi eru tvær sálir, og hugsa verðurðu til beggja þeirra.
Biðst velvirðingar á öllum stafsetningar- og innsláttarvillum, jafnt og sem málfræðivillum.
Kv, Doddi,
Sem bara getur ekki haldið skoðununum sínum fyrir sjálfum sér:)