Sæl,

Ég lenti í því um daginn að segja kærastanum mínum upp. Hann fór á bak við mig og laug að mér. Við höfum hætt saman áður því hann fór á bak við mig og ég sagði honum að ef það gerðist aftur þá myndum við hætta saman. Hann sagði að þetta myndi ekki gerast aftur á meðan við yrðum saman.
En guess what, auðvitað gerðist það aftur og ég sagði honum upp.

Málið er samt aðallega að í báðum tilvikum þá var ég farin að fá leið á sambandinu og ég þráði að fá ástæðu fyrir að segja honum upp. Mér leið þannig samt bara í tvo daga í hvoru tilviki. Síðan fékk ég upp í hendurnar ástæður og notaði þær. En strax um leið og ég talaði við hann þá fékk ég samviskubit og eftirsjá því þetta er svo frábær strákur og við sambandið okkar var best í heimi.
En ég vil ekki vera í sambandi þar sem er logið að mér og farið á bak við mig. Svo kannski var þetta samband ekki best í heimi? Ég meina ég fékk þennan leiða og ég veit ekki hvort hann hefði bara horfið, því bara daginn áður en mér leið svona horfði ég á hann og hugsaði hvað ég elskaði hann mikið!

Líka svo er annað. Hann sagði að hann myndi gera hvað sem er til að fá mig aftur og spurði mig og spurði hvað hann gæti gert og ég sagðist ekki vita það. Svo leið einn dagur og ég var alveg í rusli, hringdi í hann og sagðist ætla að ná í dótið mitt. Þar spjölluðum við og ég fór þaðan í verra ástandi en ég kom í. Svo leið annar dagur og ég senti honum sms og bað hann um að koma á msn að spjalla. Það var nú ekki skárra. Og alla þessa daga lá ég upp í rúmmi eins og aumingi grenjandi (sem ég hafði aldrei séð fyrir mér að myndi gerast fyrir mig). Þriðja daginn fór ég á msn og BEIÐ í klukkutíma eftir að hann kæmi online svo við gætum spjallað.

Hvað er athugavert við þetta? Nefnilega að allan tíman var það ÉG sem var að ganga á eftir honum, og mér er svo sem sama um það, EN afhverju gekk hann aldrei á eftir mér?
Hann segist vilja eyða ævinni með mér, giftast mér, eignast börn, aldrei vilja missa mig, hafi aldrei liðið jafn vel og hann elski mig út af lífinu! En afhverju gengur hann þá ekkert á eftir mér??? Ég skil það ekki! Ég er svo reið út í hann fyrir það! Hann sýnir á engan hátt að hann sé sorry yfir að hafa svikið mig, nema þegar við tölum saman, þá segir hann fyrirgefðu.

Afhverju er ég svona leið yfir strák sem kom illa fram við mig og sýnir ekki að hann vilji mig aftur?