Þið sem sáu grein frá mér fyrir nokkru þar sem ég leitað ráða og spurði hvort það væri hægt að búa með fyrrverandi. Jæja þið sem sögðuð að það væri ekki hægt(sem reyndar flestir gerðu)þið höfðuð rétt fyrir ykkur. Ég ráðlegg engum að reyna þetta. Þetta fer alveg með sálina í manni og allt fer að hringsnúast í kringum mann.Maður getur ekki almennilega farið að sinna sínum einkamálum. Og ég held að það sé alveg sama hvort það er í góðu eða ekki sem fólk hættir saman, það ætti frekar að reyna eins og það getur að fara eitthvað annað því það skiptir öllu máli að geta farið að lifa sínu lífi áfram og leyfa hinum aðilanum að sigla sinn sjó,hvort það ert þú sem sleist þessu eða hinn og ef þú er sá aðili sem er sár (ég er ekki sári aðilinn)þá ættirðu að fara út strax um leið og þú getur. Því það hjálpar að hitta ekki hinn aðilann úr sambandinu á hverjum degi og maður verður bara sárari með hverjum deginum.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.