Blessað veri fólkið!
Í dag er einn af þessum dögum sem mig langar bara eitthvað minna til að vera til…langar bara til að hverfa og þurfa ekki að horfa framan í fólk sem ég…jámm meir um það seinna.
Svona eins og þið gátuð líklega fundið út ef þið lásuð fyrirsögnina þá var ég að detta í það og gera svo þvílíkt kjaftæði að ég er að deyja ég skammast mín svo mikið!
Ok…í gær þá ákváðum ég og kærastinn minn og besta vinkona mín og hennar kærasti ákváðum að fá okkur öl saman heima hjá bestu vinkonu minni. Við vorum þar í góðum fíling og svo hringir vinur okkar (sem við skulum bara kalla Gumma) sem var einn heima og leiddist geðveikt og hann vildi fá okkur til sín með bjórinn og vodkað. Svo við fórum þangað nema að kærasti bestu vinkonu minnar varð eftir heima. Við vorum bara að hafa það mjög gaman og vorum niðri í kjallara að reykja þegar ég ákvað að fara upp og ná mér í bjór. Þegar ég kom upp rakst ég á þessar mögnuðu græjur sem ég ákvað að fikta aðeins í og fór svo bara að hlusta á tónlist og fíflast eitthvað þegar “Gummi” kemur til mín og við förum eitthvað að dansa og vorum bara að vinast í friði. Svo ákváðum við að fara út á svalir að reykja meir og svo áður en ég vissi af hélt hann utan um mig og við vorum að kyssast og svo vorum við bara komin oní nærbuxurnar hjá hvort öðru! Og svo fórum við inn og hann læsti herberginu og við hrundum á einhverja dýnu og hann var byrjaður að klæða mig úr og ég var að reyna að slíta mig í burtu frá honum því ég vildi þetta ekkert en hann vildi ekki sleppa mér svo það var ekki fyrr en ég kýldi hann að hann sleppti mér. Svo löbbuðum við fram og hann tók svona utan um mig aftur og kyssti mig aðeins meir. Svo hlupum við niður stigann og þar var kærastinn minn og besta vinkona mín að tala saman og…oh þetta var bara svo ömurlegt, ég var bara að halda framhjá honum beint fyrir framan nefið á honum án þess að hann tæki eftir því samt. Svo var byrjað að renna af okkur öllum og ég og Gummi fórum niður í kjallara að reykja og vorum bara að tala saman um þetta allt saman og bara líka allt og ekkert.
Anyways, svo er það þannig að þegar ég er full þá verð ég að sofa ein, ég get bara ekki sofið í fanginu á einhverjum. Svo ég sagði bara kærastanum að ég yrði að sofa ein og fór bara að sofa. Svo vaknaði ég um morguninn grautþunn og mundi eitthvað takmarkað eftir þessu öllu og hélt að mig hefði bara dreymt þetta um Gumma nema að ég fór að skoða símann minn og oft þegar ég er á fylleríium þá save-a ég sms um eitthvað svona bullshit á símann minn svo ég geti verið viss um að mig hafi ekki dreymt allt saman, og ég fann einmitt sms í símanum sem staðfesti þetta allt.
Svo kemur kærastinn minn og er geðveikt bitur af því að ég vildi ekki kúra hjá honum.
Við fimm höngum oftast á sama staðnum og ég ákvað að kíkja þangað í dag og þar voru þeir BÁÐIR! Og ég neyddist til að sitjast á milli þeirra og Gummi glotti til mín og kærastann minn grunaði ekki neitt og kyssti mig bara eins og venjulega. ÞETTA VAR SVO ÖMURLEGT!
Málið er bara með mig að ég fæ leið á samböndum eftir 2 mánuði, líf mitt hefur nebblilega bara verið eins og ein sápuópera síðan ég fæddist og það hefur einhvernveginn gert mig að einhverju freak sem að verður hrifin af strákum en svo eftir smástund er það bara farið og ef ég hugsa um að þurfa að giftast einhverjum og vita að ég verð bara með honum til æviloka þá klígjar mig! Ég bara er svo mikill one night standari og er ekki svona sambandskvendi. Samt þykir mér svo geðveikt vænt um kærastann minn og vil ekki missa hann (sem ég veit að er kannski erfitt að trúa þegar þið hafið lesið þetta fyrir ofan) en ég veit að ef hann kemst að þessu þá dömpar hann mér en þegar ég sé hann þá skammast ég mín svo mikið að mig langar bara að deyja!
Svo hvað á ég að gera? Og plz ekki segja bara eitthvað: ÞÚ ERT GEÐVEIK HÓRA eða eitthvað því ég veit alveg að þetta var hórulegt og tíkarlegt og þið mynduð ekki trúa því hvað ég skammast mín þótt ég reyni að segja ykkur það!
Svo þið megið alveg skamma mig aðeins en reynið samt að hafa eitthvað hjálpsamlegt með fyrir mig.
Takk fyrir
Trickie