Alltaf leiðinlegt að heyra svona.
Þú spyrð hvað þú getur gert, ég skal reyna mitt besta.
Ég hef sjálfur oftar en einu sinni lent í því að haldið hefur verið framhjá mér, það er ekki þægilegt. En ég er ekki sammála því sem þú segir að framhjáhald sé aldrei fyrirgefanlegt. Tjah, það fer auðvitað allt eftir því hvað gengur og gerist í huga drengsins(í þínu tilviki)/stelpunnar á meðan það er.
En hvað segir hjartað þitt ? Langar þig að fyrirgefa honum ? Langar þig að eyða meiri ævitíma með honum ?
Auðvitað er það þannig að maður getur ekki vitað hvort hægt sé að treysta fólki, en vittu, ekki plata sjálfa þig með því að segja sjálfri þér né honum að þú treystir honum ef þú finnur samt fyrir efa í hjartanu.
Þú getur líka talað við hann og sagt honum að þú eigir erfitt með að treysta honum og þú finnir fyrir sársauka í hjartanu.
En ef/þegar þú gerir það, ekki fyrir fram ákveða hvað þú ætlar að segja, heldur segðu það sem kemur til þín á því tiltekna “momenti” og láttu það flæða út sem hjartað segir þér að sé rétt og gott, alls ekki vera með æsing né neitt, það leiðir bara til að hinn aðilinn byrji að æsa sig, ekki einu sinni æsa þig þó hann æsi sig, haltu bara ró þinni.
Þetta eru tvær leiðir sem þér bjóðast, það er, að treysta honum og fyrirgefa, og vilja vera með honum. Eða, að treysta honum ekki, og fyrirgefa ekki, og vilja þ.a.l. ekki vera með honum.
Láttu kærleikann, trúnna og vonina vera leiðarljós þitt í þessu og vona að þessi skrif mín hafi hjálpað þér eitthvað að átta þig á hlutunum.
Með von um gótt framhald í þínum málum.
-diddi