Ég á vinkonu sem er með strák eins og ég og eru þau voða happý :) En það sem er er að hún er þannig að þegar hann er ekki í skólanum eða eitthvað þá virðist hún ekki getað slitið frá honum til að gera eitthvað með manni. Ég á nokkrar vinkonur og þær eru allar nema ein með strák en samt höfum við allar tíma og áhuga til að hittast og gera eitthvað, án strákanna, nema þessi eina. Okey ég hef reynt að tala við hana en ekkert virkar og ég veit um brilljón vini hennar sem hafa sagt þeim að það sé frekar pirrandi að geta aldrei hitt þau í sitt hvoru laginu ! Ég og kærastinn minn eyðum smá tíma saman og eigum nánast eingöngu sameiginlega vini, en samt fer ég oft út án hans og hann án mín, án þess að hann t.d viti að mér leiðist heima…. En meiningin hjá mér er sú, að ef þið getið ekki farið út án kærastans/kærustunnar án þess að annað fari í fýlu eða þið getið ekki hugsað ykkur að vera án hvors annars, þá getið þið misst allt samband við vini ykkar og ekki er það gaman !

VÖKVAÐU VINÁTTUNA MEÐ ÁST ….

En jæja aðeins út í rómantík ég ætla að mæla með því við alla sem eiga einhverja vini að ef þeir vilja eiga virkilega rómó móment með vinum sínum, mörgum eða fáum, þá er geðveikt rómó að sitja við varðeld (lítinn ef þið hafið ekki reynslu og muna að fá leyfi hjá löggunni, það er geðveikt auðvelt!) og spjalla og syngja þess vegna :)

Well, þetta er orðið lengra en ég ætlaði mér. Já og takk æðislega fyrir öll ráðin sem þið hafið gefið mér ..takk takk takk :)
Luv Nala