Þar sem Rómantík áhugamálið hefur orðið að svolítilli vandamálalínu (ekki það að það sé eitthvað slæmt), þá datt mér í hug að fá ykkur til að deila reynslusögum svona til tilbreytingar..

Hvað er það rómantískasta sem þið hafið lent í?

Ég fór til dæmis að hugsa til baka (sem er ekkert alltof langt aftur) og þar voru 2 atriði sem stóðu upp úr. Þetta eru atriði sem eru kannski ekkert stór, en samt ristu djúpt hjá mér.

Fyrra skiptið var fyrir um það bil ári síðan. Ég tók strák sem ég vissi að væri mjög hrifinn af mér í göngutúr. Etta var um vor by the way. Við vorum undanfarna daga búin að vera voða sæt og dúlló við hvort annað, og jæja ég fór með hann á uppáhaldsstaðinn minn. Þetta er æðislegur staður, þetta eru klettar, og á einni syllunni er hægt að setjast niður og horfa á sólarlagið. Við fórum þangað, vorum búin að tala saman í einhverja tvo tíma, þegar hann tók utan um mig og kyssti mig. Ekkert nema fallegt, við tvö, á uppáhaldsstaðnum mínum, fyrsti kossinn, þetta samband entist í rúma tvo mánuði.

Jæja þið vitið öll um þennan, útlenda sem ég skrifaði um um daginn, ég fór í heimsókn til hans og hann gerði eitthvað sem ég hélt að gerðist bara í bíómyndum, hann tók í höndina á mér og kyssti handarbakið á mér, mér leið eins og ekta dömu.

það eru þessi smáatriði sem öðrum finnst kannski ekki skipta máli, en snerta mann samt eitthvað svo djúpt…

Hafið þið frá einhverju svipuðu að segja?

Jólakveðja
kvkhamlet