Jæja, úff, best að maður byrji bara á byrjuninni!
Þannig er að fyrir tæpum 2 árum flutti ég hingað út á land til fósturforeldra, því að mamma mín er dáin og pabbi minn vægast sagt algjör skíthæll, ég fór sem sagt ekki í fóstur af því að ég er eitthvað rugluð heldur bara út af heimilisvandræðum.
Þegar ég var búin að vera hérna í u.þ.b 2 vikur fór ég með dóttur fósturforeldra minna á hestbak(ég hef alltaf verið mikil hestakona og hef nánast búið á hestbaki síðan ég var 3 ára, þessvegna fannst mér alveg frábært að fá að flytja út á land þarsem var nóg af hestum) Við þurftum að fara með þrjá hesta eitthvert á annan bæ. Við vorum bara tvær, og þurftum þessvegna þriðja mannin til þess að geta riðið þriðja hestinum.
Dóttir fósturforeldra minna talaði við frænda sinn sem sagðist skyldu koma upp í hesthús. Þegar við komum upp í hesthúsin var hann mættur. Ég bókstaflega labbaði á hann þegar ég var að fara inni í húsið. Hann var stór, rauðhærður, og greinilega draugþunnur! Sem sagt, leit alveg hrææææðilega út! Og ég féll kylliflöt fyrir honum!
Málið er að ég hef verið ástfangin af honum síðan. Það eru tæplega tvö ár síðan þetta atvik í hesthúsunum var, og hjartað hoppar ennþá tvo metra þegar ég sé hann álengdar.
Það sem er enn verra er, að hann veit þetta allt. Það væri nú ekki nema gott, ef hann væri hrifinn af mér, en svo heppin er ég nú ekki. Við erum búin að tala um þetta, og hann segir einu ástæðuna vera sú að ég sé í fóstri hjá frænku hans(sem er systir pabba hans) Hvaða máli skiptir það eiginlega?
Ég hef verið í tveimur stuttum samböndum síðan ég kynntis honum, en auðvitað ekki getað það þarsem ég var ekkert hrifinn af gaurunum.
Þessi strákur er byrjaður með stelpu og allt. En ég hef oft heyrt hann tala illa um hana, og segja að hún sé bara dráttur. Þessi stelpa heldur líka framhjá honum einsog ég veit ekki hvað, en honum virðist vera alveg sama. Hvað eiginlega á ég að gera? Á ég að fara út og hözzla einhvern sem mér er alveg skítsama um, eða..?
Svo er það hitt málið. Þannig er að ég get ekki verið nálægt honum án þess að segja eða gera eitthvað hálvitalegt. Þegar ég er með vinum mínum og hann er ekki með þá er ég hrókur alls fagnaðar, en þegar hann kemur þá lokast ég alveg, og ef ég reyni að segja eitthvað kemur það allt öfugt útúr mér. Ég er virkilega farin að forðast hann útaf þessu, og hann nefnilega gerir nákvæmlega öfugt. Hann virðist reyna að gera allt til þess að vera nálægt mér.
Sko, ég nefnilega tel þennan strák vera vin minn þrátt fyrir allt, og ég vill ekki skemma vináttuna meira með því að láta einsog hálfviti og bruna burtu um leið og hann sést. Svo er ég líka farin að hafa svo rosalega lélega sjálfsmynd. Finnst ég svo feit og allt það. Samt er ég alveg í kjörþyngd.
Hvað eiginlega get ég gert?
Með fyrirfram þökk