Fyrst langar mig til að lýsa yfir ánægju minni á ykkur enn einu sinni. Þið standið saman eins og ég veit ekki hvað en vitið ekki nöfnin á hvoru öðru! Þetta er bara orðin ein stór fjölskylda, sem mér þykir alltaf meir, og meir vænt um!
En allavegana þá er alveg geðveikt eggjahljóð í mér núna! Þetta er svo skrýtið. Sonur minn er 1 og 1/2 árs og mig dauðlangar í annað barn. Mig langar svo mikið í annað að ég er farinn að fara í heimsókn til fólks sem ég þekki ekki neitt bara til þess að fá að sjá (liggur við)!!! Ég verð bara vera hreinskilinn, sem fyrr, og segja ykkur að fyrir rúmlega 2 og 1/2 ári fékk ég geðveik eggjahljóð, í mig!!! Börn eru bara yndisleg og ég held að ég fái bara ekki nóg af þeim. En allavegana þá ætla ég að vanda svolítið “maka”valið núna. Það er alveg ótrúlegt að fyrir 2 mánuðum skildi ég og ég held að ég hafi bara ekki haft það eins gott í mörg ár! Þó svo að það hefði verið hún, sem hætti bara að elska mig, þá er ég bara geðveikt feginn! Og mér er nokkurnveginn slétt sama þó svo að ég sé að jafna mig svona fljótt. Hún er alveg fín stelpa og allt það, en það eru takmörk fyrir vanlíðan og ég sé það núna. Ég er búinn að lofa sjálfum mér það að láta mér aldrei líða jafn illa aftur. Það er ýmislegt sem maður gerir fyrir ástina, og ég kannski meira en flestir (ath. kannski) en ekki lengur. Ég og mínar tilfinningar hafa forgang núna, og koma til með að hafa meira að segja í framtíðinni!
Ákveðinn
Gromit