Ég er ekki með einhverja endanlega lausn þá þessu hryllilega vandamáli en mig langar bara að segja frá því sem ég og kærastinn minn gerum og taka dæmi.
Við höldum upp á það sem við köllum special sundays. Þeir eru ekki oftar en svona einu sinni í mánuði núna en það gæti breyst eins og hvað annað.
Þannig er að sá sem á að sjá um daginn fær að vita af því svona viku fyrr. Sem sagt ef ég á að sjá um daginn þá ræður hann hvaða dagur það er, að því gefnu að hann gefi mér nægan tíma til.
Þetta eiga að vera sérstakir dagar, golden moments, en ekki misskilja það. Það þýðir ekki að það þurfi að fara með hvort annað í perluna, leigja hótelherbergi og spreða í kampavín. Alls ekki, en það er bannað með öllu að vera heima og ákveða að ætla að spila og horfa á sjónvarp því að það heitir nú þegar bara sunnudagur og yrði dagurinn því ekkert frábrugðinn öðrum sunnudögum. En sá sem skipuleggur daginn á ekki að segja hinu hvað hann er búinn að skipuleggja.
Einn dagur sem hann skipulagði:
Við fórum í göngutúr í Heiðmörk með hundana, það var ótrúlega skemmtilegt; tíkin var bara hvolpur svo hún vissi ekki alveg hvað hún átti að gera við vatnsbólið sem við komum að, henda sér út í , fá sér að drekka og þau höfðu ótrúlega gaman af því að hlaupa frjálst um allt. Hann lét mig hafa pylsubita sem ég gat gefið þeim.
Eftir þetta fórum við saman í sturtu og ég vissi ekkert hvað við tæki af því.
Hann fór þá með mig út að borða á Caruso, maturinn var ótrúlega góður. Hann fékk sér pastarétt og ég fékk mér bakaðan silung, sem ég mæli með.
Eftir þetta fór hann með mig á videoleigu og lét mig velja mynd til að horfa á og borgaði fyrir.
Þetta var ótrúlegur dagur.
Einn dagur sem ég skipulagði:
Ég kom til hans og fór með hann í Rúmfatalagerinn til þess að kaupa nýja kodda á rúmið, hann fílaði það í botn. Við fórum líka í Hagkaup og keyptum tvær teiknimöppur. Svo fórum við aftur upp í bílinn og ég keyrði okkur til Hveragerðis þar sem við fórum í göngutúr í Eden að kvöldi til og það var ótrúlega rómantískt.
Svo keyrði ég eitthvað upp í úthverfi Hveragerðis ef svo má kalla þar sem við komum okkur fyrir með nýju koddana og undir sæng í aftursætinu og teiknuðum hvort annað. Það var ótrúlega kósí að vera undir sæng í bílnum því að það var svolítið kalt úti.
Þegar við vorum búin að fá nóg af andlitum hvors annars sagði ég honum að klæða sig í regnstakk og koma með mér út. Við vorum bæði í fáránlega stórum regnstökkum. Við gengum að pínulítilli grasbrekku þar sem ég sagði honum að gera eins og ég og fór svo að rúlla mér, við gerðum þetta bæði og áttum gott moment þarna í brekkunni en það var kalt svo við flýttum okkur aftur í bílinn. Við keyrðum aftur í bæinn eftir þetta. Þegar við komum í bæinn vorum við skyndilega kölluð til að hjálpa vinafólki við að flytja. Þannig var sá dagur.
Þessir dagar okkar eiga ekki að vera flóknari en svo að þeir skapa ógleymanlegar minningar og styrkja allt það góða sem er á milli okkar, við höfum bæði gaman af því að skipuleggja eða vera þáttakandi í þessum dögum.
Have a nice day